fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Eyjan

Sjáðu lausn Brynjars við slökum lestrarárangri íslenskra barna – „Kannski er eitthvað til í því“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. desember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að lausnin við slökum árangri íslenskra barna í Pisa könnunum sé hugsanlega að lesa biblíusögur og Íslendingasögurnar og hætta kennslu  í lífsleikni og skapandi greinum. Frá þessu greinir hann á Facebook:

„Reglulega verður mikið uppnám þegar niðurstaða PISA könnunar um námsárangur barna og ungmenna er birt. Er það einkum slakur árangur í lestri og lesskilningi sem veldur áhyggjum. Algengustu viðbrögðin eru þau að bæta verði fé í grunnskólann, sem þó er með þeim dýrustu á byggðu bóli. Gæti lausnin verið sú að kenna meiri lestur og íslensku, t.d. með því að börn og ungmenni lesi meira klassískar bókmenntir, Íslendingasögur og bíblíusögur? Svo dagurinn verði ekki of langur má hætta kennslu í öllum þessum lífsleikni- og samfélagsfræðum fyrir utan sögu okkar og menningu. Sumir segja að öll þessi kennsla í lífsleikni og „skapandi greinum“ hafi bara aukið á depurð og kvíða. Sel það ekki dýrara en ég keypti.”

Brynjar vitnar einnig í ónefndan prófessor sem telur að börn þurfi aðeins að læra þrennt í skólum:

„Prófessor og góður vinur minn sagði að það þyrfti bara að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna, sem væri forsenda þess að vera almennilega þátttakandi í samfélaginu og geta aflað sér frekari menntunar síðar. Kannski er eitthvað til í því.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup