fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

„Hugtakið rasismi hefur verið gengisfellt meira en íslenska krónan“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 28. ágúst 2017 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.

„Mín tilfinning er sú að fólk eigi erfitt með að ræða, hvort sem það er í opnum eða lokuðum hópum, málefni sem brenna á öllum borgarbúum, sérstaklega málefni hælisleitenda,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir óháður borgarfulltrúi í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun, en hún sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku í kjölfar gagnrýni um ummæli sín um „sokkinn kostnað“ í tengslum við útgjöld Reykjavíkurborgar til skólagöngu barna hælisleitenda.

Sjá einnig: Framsóknarmenn skamma Sveinbjörgu

Sjá einnig: „Samleið minni með Framsóknarflokknum er nú lokið“

Sveinbjörg Birna segir að málefni hælisleitenda komi inn á borð borgarinnar með samkomulagi mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar við Útlendingastofnun um hversu marga hælisleitendur borgin veitir þjónustu. Sveinbjörg Birna segir að hún óski eftir því í hvert skipti þegar samningurinn er lagður fyrir að fá að sjá gögnin sem liggi þar að baki:

Mig minnir að árið 2015 hafi það verið 70 manns sem voru þjónustaðir, í ár eru það 200. Það er borgað húsnæði en Reykjavíkurborg fær líka pening frá Útlendingastofnun til þess að gera þetta og spurningin er hversu margar íbúðir þurfum við að leigja. Það er bara nýkomið að leigusamningarnir sem borgin gerir koma inn á borð borgarráðs, áður var þetta gert hálfpartinn í feluleik inni á velferðarsviði,

segir Sveinbjörg Birna. Það sem hún vilji sé að þessar upphæðir séu uppi á borðum. Varðandi ummæli sín um „sokkinn kostnað“, segir hún þau hafa verið óheppileg, en ummælin hafi hún látið falla í tæplega tveggja tíma löngu óundirbúnu viðtali:

Það er óheppilegt að nota bókhaldshugtak um börn, ég skal alveg viðurkenna það. En af því að Útlendingastofnun, hún er alltaf að borga með okkur allan útlagðan kostnað, en ég hef ekki séð í gögnum að Reykjavíkurborg sé að fá hlut leikskólans endurgreiddan frá ríkinu né heldur hlut skólans. Mér finnst eðlilegt að Útlendingastofnun eða ríkið kæmi þá inn með þennan pening til sveitarfélagsins sem er að þjónusta þessa aðila.

Hún segir að umræðan innan flokksins eftir ummæli hennar hafi verið kornið sem fyllti mælinn, hún hafi hins vegar ekki ákveðið sig að fara í annan flokk. Sveinbjörg Birna segist spyrja sig hvort það væri frekar í lagi fyrir einhvern annan að ræða þetta málefni hælisleitenda á málefnalegan hátt, þar sem hún hafi verið í Framsóknarflokknum þá séu ummælin frekar túlkuð sem útlendingaandúð eða rasismi, en ef hún hefði verið í öðrum flokki, það gæti verið rótin að því að Framsóknarmenn þori síður að ræða málefnið. Varðandi rasisma segir Sveinbjörg það mjög gengisfellt hugtak í umræðunni:

Ég held að við getum öll verið sammála um það að hugtakið rasismi hefur verið gengisfellt meira en íslenska krónan í gengum tíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi