fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Hætta rannsókn á hvarfi níu ára stúlku í Drammen – Eitt þekktasta sakamálið í norskri sögu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. desember 2019 23:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. júlí 1988 hvarf hin níu ára gamla Therese Johannessen frá Fjell í Drammen í Noregi. Þrátt fyrir umfangsmikla lögreglurannsókn og fjölda leitaraðgerða fannst hún aldrei. Hvarf hennar er eitt þekktasta og umtalaðasta mannshvarfið í norskri sögu. Allt stefnir nú í að málið verði óleyst um alla tíð nema eitthvað óvænt komi upp á.

Í fréttatilkynningu frá Kripos, sem er sú deild ríkislögreglunnar sem rannsakar alvarleg mál, segir að þar á bæ hafi fólk fullan skilning á óskum ættingja Therese um að fá svör en það verði einnig að hafa í huga að vekja ekki falskar vonir. Mörgum spurningum sé enn ósvarað í málinu en ekki liggi fyrir hvernig lögreglan eigi að geta fundið svör við þeim rúmlega 30 árum eftir hvarf Therese.

Fram kemur að lögreglan hafi undanfarið ár gert allt sem í hennar valdi stendur til að reyna að leysa málið. Það hafi ekki gengið upp og það sé mikilvægt að lögreglan komi fram af hreinskilni og segi frá stöðu málsins.

Lögreglunni hafa borist mörg þúsund ábendingar um hvarf Therese, rætt hefur verið við um 4.000 manns og rúmlega 2.000 hafa verið yfirheyrðir formlega. Ekkert af þessu hefur fært lögregluna nær því að leysa málið.

Morð, framin fyrir 1. júlí 1989, eru fyrnd og því getur sá sem nam Therese á brott og varð henni væntanlega að bana gefið sig fram án þess að eiga refsingu yfir höfði sér. Talsmaður lögreglunnar benti á þetta í samtali við TV2 og sagði að ættingjar Therese vilji fyrst og fremst fá svör við hver örlög hennar voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti