fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Íslensk stjórnvöld beðin um að uppræta spillingu í Angóla vegna Samherjamálsins

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. desember 2019 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint er frá því í vefmiðlinum MNA í Macau í dag að ræðismaður Íslands í Portúgal hafi fengið bréf frá hagsmunasamtökunum Plataforma de Reflexao Angola (PRA)  í Portúgal þar sem kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld geri hlé á viðskiptasambandi sínu við Angóla vegna Samherjamálsins, þangað til að niðurstaða fáist, í nafni mannréttinda og sjálfbærrar þróunar.

Í bréfinu er sagt að Samherjamálið sé því miður bara eitt af mörgum:

„Ástandið í Angóla er komið úr böndunum og fær engan stuðning frá alþjóðasamfélaginu. Við munum aldrei ná að losna undan kerfisbundnum þjófnaði á náttúrulegum auðlindum okkar,“

segir í bréfinu.

Samtökin eru sögð óttast að yfirvöld í Angóla muni ekkert gera í málinu, ólíkt því sem gerðist í Namibíu, þar sem ráðherrar voru handteknir og bankareikningar „frystir“.

Óskað eftir að uppræta spillingu

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfesti að sendiherra Íslands í París hefði fengið bréf frá samtökunum í gær, en þar hefði ekki verið farið fram á stöðvun viðskipta milli Íslands og Angóla. Heldur hafi einungis verið óskað eftir aðstoð íslenskra stjórnvalda við að uppræta spillingu í Angóla. Því megi telja frétt MNA ranga hvað þetta varðar:

„Ég get staðfest að erindi frá samtökunum Plataforma de Reflexao Angola (PRA) sem eru óháð félagasamtök Angólamanna í Portúgal, barst sendiráði Íslands í París í gær en það fer með fyrirsvar gagnvart Portúgal. Erindið hefur verið framsent hingað í utanríkisráðuneytið. Þar er óskað eftir aðstoð stjórnvalda á Íslandi við að uppræta spillingu í Angóla en ekki er lagt til að viðskipti á milli ríkjanna– sem eru sáralítil – verði stöðvuð.

Þá má geta þess að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra fer fyrir spillingarrannsókn í samstarfi við Matvæla – og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna(FAO) um úttekt á veiðum og viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum, en Árni Mathiesen er aðstoðarframkvæmdastjóri hjá FAO.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk