fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Ágúst Ólafur segir Davíð lágkúrulegan: Betra að vera sérstök blaðsíða en lélegur pappír

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan fjallaði í morgun um ansi háðslegan leiðara Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, sem beindist sérstaklega að Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Sagði Davíð að Ágúst væri sérstök blaðsíða og að hann og faðir hans, Ágúst Einarsson, þyrftu á sérfræði – og áfallahjálp að halda þar sem Ágúst hefði eflaust átt erfiða æsku.

Ágúst svarar þessu á Facebook í dag:

„Í dag fæ ég afar sérkennilega umfjöllun frá Davíð Oddssyni í leiðara Morgunblaðsins. Þar er fjallað um fjölskyldu mína og ég uppnefndur sérstök blaðsíða. Við keyptan ritstjóra vil ég segja. Það er betra að vera sérstök blaðsíða sem tekur á lélegum viðbrögðum ríkisstjórnarinnar í Samherjamálinu en að vera lélegur pappír sem er ætlað að afvegaleiða þá mikilvægu umræðu.“

Ágúst bætir við að skrif Davíðs séu lágkúruleg:

„Gamla aðferðin við að nota síður Moggans til að þyrla upp ryki og standa í óbeinum hótunum með því að draga fjölskyldur fólks inn í mál, virkar ekki jafn vel og áður. Það er samt jafn lágkúrulegt og áður.“

Sjá einnig: Davíð segir Ágúst þurfa sérfræðiaðstoð:„Mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“