Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, hafnaði franska stórliðinu Paris Saint-Germain mörgum sinnum er hann var hjá Chelsea.
Hazard yfirgaf Chelsea fyrir Real í sumar en hann hafði áður spilað með Lille í Frakklandi.
,,PSG reyndi oft að fá mig. Ég vil ekki snúa aftur í frönsku deildina,“ sagði Hazard.
,,Ég vildi heldur ekki semja við annað franskt lið en Lille, ég hef alltaf hafnað þeim.“
,,Það er félag sem hefði getað hjálpað mér að vinna en ef ég sný aftur þá verður það til Lille.“