fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
FréttirLeiðari

Kannski er öllum drullusama um vinskap Kristjáns Þórs og Þorsteins Más

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 23. nóvember 2019 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er náinn vinur Þorsteins Más Baldvinssonar, sem hefur stigið til hliðar sem forstjóri Samherja. Þessi vinátta er ekki nýjar fréttir, langt því frá. Þeir hafa þekkst frá því þeir voru krakkar, hafa unnið saman í Samherja og eytt frítíma sínum saman. Þeir eru því nokkuð góðir vinir, myndi maður segja.

Það er því morgunljóst að Kristján Þór getur ekki sýslað með málefni er varða Samherja, eins og hin margfrægu Samherjaskjöl. Það í raun stendur einfaldlega í stjórnsýslulögum að Kristján Þór megi ekki skipta sér af fyrirtæki góðvinar síns Þorsteins. Svo ákveður Kristján Þór að stýra vinnu á úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum. Í þessari úttekt verður víst boðið upp á tillögur gegn spillingu, mútum og peningaþvætti. Verður úttektin unnin í samstarfi við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinu þjóðanna. Jahá. Hringir þetta ekkert bjöllum hjá kollegum hans á Alþingi? Hann ætlar ekki að skipta sér af málum góðvina sinna hjá Samherja en samt fara fyrir úttekt á því glæpsamlega athæfi sem Samherjamenn eru grunaðir um. Ég vildi að ég hefði verið fluga á vegg þegar að Kristján Þór tilkynnti þetta í ráðuneyti sínu, bara til að sjá framan í starfsmenn ráðuneytisins við þessar furðufréttir.

En kannski er bara öllum drullusama. Ég meina, það var ekkert leyndarmál að Kristján Þór væri góður vinur Þorsteins Más, að hann hefði verið stjórnarformaður Samherja, unnið þar og eytt tíma með Þorsteini Má í sínum frítíma, þegar hann tók við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Og það þótti bara eðlilegt í röðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna að hann fengi þetta embætti þrátt fyrir þessa ríku tengingu við stærstu útgerð landsins.

Mér finnst rosalega sorglegt að það sé ekki morgunljóst í huga Kristjáns Þórs að hann verði að segja af sér. Þótt hann segi sig frá málefnum Samherja, samt ekki, þá hlýtur svo að vera að fjölmargar ákvarðanir sem tengjast sjávarútvegi á Íslandi tengjast Samherja óbeint eða beint, vegna stærðar útgerðarinnar. Svo má ekki gleyma því að nafn Kristjáns Þórs kemur fyrir í Samherjaskjölunum og alls kostar óljóst hvort hann hefur beitt sér í þágu Samherja á erlendri grundu eður ei. Eina sem við höfum eru hans orð um að hann hafi ekki gert það. Hann er hins vegar maður sem virðist meina eitt og gera annað þannig að tíminn einn verður að leiða í ljós hvort hann sé að segja satt. Þátttaka Þorsteins Más í sjávarútvegi einskorðast heldur ekki bara við Samherja. Hann er til dæmis stjórnarformaður Síldarvinnslunnar ehf., reyndar kominn í „ótímabundið leyfi“ á þeim bænum, og í framkvæmdastjórn Útgerðarfélags Akureyringa. Bæði þessi fyrirtæki eru mjög stór í sjávarútvegi. Það hlýtur því að teljast eðlilegast í stöðunni að Kristján Þór víki og fari að gera eitthvað allt annað.

En kannski er bara öllum drullusama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Greiningin var auðvitað áfall“

„Greiningin var auðvitað áfall“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan þarf að vita hver þetta er

Lögreglan þarf að vita hver þetta er
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt
Fréttir
Í gær

Skjálfti upp á 8,8 við Rússland – Flóðbylgjur hafa náð til lands

Skjálfti upp á 8,8 við Rússland – Flóðbylgjur hafa náð til lands
Fréttir
Í gær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar
Fréttir
Í gær

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“