fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025

Tvítugur strákur smakkar kók í fyrsta skipti – Ólst upp á heimili án sjónvarps, sykurs og dægurmálamenningar

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 11:32

Honum fannst kók gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Plath-fjölskyldunni eru ellefu manns. Mamma, pabbi og níu börn á aldrinum 6 til 21 árs. Lifnaðarhættir Plath-fjölskyldunnar mættu teljast nokkuð óhefðbundnir, allavega í nútímasamfélagi. Það er mjög takmörkuð tækni á heimili þeirra. Börnin hafa aldrei horft á sjónvarpsþætti, spilað tölvuleiki eða borðað sykur.

Plath-fjölskyldan fékk nýverið eigin raunveruleikaþátt á TLC, Welcome To Plathville og vekur lífsstíll fjölskyldunnar mikla athygli.

Fjölskyldan býr á stóru sveitabýli í Suður-Georgíu. Tvö elstu börnin eru gift. Dóttirin Hosanna, 20 ára, er flutt að heiman með eiginmanni sínum en Ethan, 21 árs, flutti með eiginkonu sinni 15 mínútur frá heimilinu þar sem hann ólst upp.

Eins og fyrr segir þá eru lifnaðarhættir fjölskyldunnar öðruvísi en við flest þekkjum í dag. Lítil sem engin tækni, enginn sykur og engin dægurmálamenning. Þú getur vitnað eins mikið í Justin Bieber texta og þú vilt, þau fatta það ekki.

Kolsýrðir drykkir hafa aldrei verið á heimili þeirra. „Þau vita hvað kók er, en þau vita ekki hvað kók „er“. Trúið þið því!? Það er ótrúlegt þegar ég hugsa um það,“ segir fjölskyldufaðirinn

Eftir að Ethan giftist Oliviu hefur ýmislegt breyst. Hann hefur smakkað kók, drukkið áfengi og farið á körfuboltaleik.

Myndband af honum smakka kók í fyrsta skipti er frekar krúttlegt þar sem hann er sakleysið uppmálað. Þú getur horft á það í spilaranum hér að neðan. Það byrjar á sekúndu 2:13.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Frá Roma til Besiktas
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wrexham að fá reynslumikinn markvörð

Wrexham að fá reynslumikinn markvörð