fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Vill útrýma „vinnustaðamenningu“ ráðuneytanna – „Miklu alvarlegra mál, en fólk hefur gert sér grein fyrir“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins fyrrverandi, er ánægður með útspil Miðflokksins á dögunum, er hann óskaði eftir reynslusögum almennings af kerfinu, eða bákninu. Ekki er loku fyrir því skotið að Miðflokkurinn eigi meira upp á pallborðið hjá Styrmi þessi dægrin en Sjálfstæðisflokkurinn, en Styrmir hefur verið duglegur að bauna á Sjálfstæðisflokksins síðustu árin, löngu áður en þriðji orkupakkinn komst á dagskrá. Virðist Miðflokkurinn því höfða ágætlega til ritstjóra Morgunblaðsins, bæði núverandi og fyrrverandi.

Styrmir segir áhugavert að fylgjast með hvernig Framsókn og Sjálfstæðisflokkur bregðist við útspili Miðflokksins:

„Það er nokkuð ljóst að Miðflokkurinn er að hitta í mark með því að setja óskilvirkt opinbert stjórnkerfi á dagskrá þjóðfélagsumræðna. Þetta hefur m.a. mátt sjá á samfélagsmiðlum um helgina. Þeir kjósendur, sem eru líklegastir til að fagna því frumkvæði eru kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Nú verður fróðlegt að sjá, hvernig þessir tveir flokkar bregðast við. Láta þeir eins og þetta hafi ekki gerzt og treysta á tryggð kjósenda sinna eða gera þeir sér grein fyrir að þeir verða að blanda sér í þessar umræður og reyna að ná frumkvæðinu úr höndum Miðflokksins?“

Djúpríkið rifið upp með rótum

Styrmir segir að rífa verði upp með rótum þá „vinnustaðarmenningu“ sem þrífst í ráðuneytunum:

„En hvernig sem þetta veltist á hinum pólitíska vettvangi á milli flokka er hitt fagnaðarefni að loksins skuli málið komið inn í opinberar umræður. Þær umræður eru líklegar til að draga fram í dagsljósið þann veruleika að hér er á ferðinni miklu alvarlegra mál, en fólk hefur gert sér grein fyrir. Sú „vinnustaðamenning“, sem hefur orðið til í ráðuneytum er með þeim hætti, að nú verður að rífa hana upp með rótum.“

Styrmir hefur áður fjallað um djúpríkið,  eins konar ósýnilegt og leynilegt bandalag hagsmunaafla innan og utan stjórnkerfisins sem kemur í veg fyrir að kjörnir fulltrúar þjóðar hverju sinni geti ráðið gangi mála. Ekki ósvipað og bresku sjónvarpsþættirnir Já ráðherra og Já forsætisráðherra fjölluðu einmitt um á sínum tíma, en á gamansaman hátt.

Það skyldi þó ekki vera nema hin áðurnefnda vinnustaðarmenning Styrmis hafi eitthvað með djúpríkið að gera, en ljóst er að ekki er um neitt gamanmál að ræða hjá Styrmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans