fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Ríkislögreglustjóri greitt tæpa 3.3 milljarða til verktaka á átta árum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 15:30

Deilt hefur verið um embætti ríkislögreglustjóra og persónu hans undanfarið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tímabilinu 2010 -2018 keypti embætti ríkislögreglustjóra verktakaþjónustu og ráðgjöf fyrir tæplega 3.3 milljarða króna, samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Kostnaðurinn í fyrra var rúmar 438 milljónir, en dýrasta árið var 2014, eða rúm 451 milljón.

Hér má síðan sjá hverjir þáðu greiðslurnar, en um fjölmarga aðila er að ræða, allt frá lögfræðingum, til björgunarsveita, túlka og forritara.

Í erfiðri stöðu

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hefur verið til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu eftir að átta af níu lögreglustjórum lýstu yfir vantrausti á Harald í kjölfar viðtals hans við Morgunblaðið, þar sem hann sagði óánægjuna með störf hans stafa af aðferðarfræði hans við að taka á spillingu innan lögreglunnar.

Hefur dómsmálaráðherra gefið því undir fótinn að hugsanlega þyrfti að bregðast við með skipulagsbreytingum, sem fælust til dæmis í því að fella starfsemi ríkislögeglustjóra undir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi