fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Svona neglirðu farsæla föstu

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 3. nóvember 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsar tegundir af föstu eru til. Fólk getur fastað í tvo daga í viku, fastað sextán klukkutíma á sólarhring, fastað á daginn og borðað stórar máltíðir á kvöldin og svona er lengi hægt að telja. Föstur hafa komist í tísku undanfarið, sérstaklega með tilkomu ketómataræðisins þar sem margir temja sér það að fasta fyrripart dags og hætta að borða eftir klukkan sjö eða átta á kvöldin.

Stórstjarnan Jennifer Aniston er nýjasta stjarnan til að opna sig um föstur. Hún borðar ekkert sextán tíma á sólarhring, eins og hún lýsti í viðtali við Radio Times fyrir stuttu. „Ég tók eftir miklum mun þegar ég hætti að borða fasta fæðu í sextán klukkutíma á dag,“ sagði hún í viðtalinu, en meðal þess sem hún drekkur þessa sextán tíma er kaffi og sellerísafi. Aðrar stjörnur sem hafa lofsamað föstuna eru til að mynda Kourtney Kardashian, Halle Berry, Hugh Jackman og Brooke Burke. DV ákvað því að safna saman fimm bestu smáforritunum sem geta hjálpað þér að negla föstuna vinsælu.

1. Bodyfast

Einkunnir
Google Play: ★★★★★ 4,6
App Store: ★★★★★ 4,7

Í stuttu máli
*10 föstuplön
*Fylgst með föstum og þyngd
*Verðlaun fyrir að ná markmiðum
*Hægt að kaupa aðgang að þjálfara sem sérsníður plön fyrir notandann

Í Bodyfast er hægt að velja um fjölmörg vikuplön sem eru algjörlega ókeypis. Fyrir 1,35 dollara á viku er hægt að fá aðgang að þjálfara sem sérsníður fyrir þig alls kyns plön og pælingar. Með því að leigja þennan þjálfara fær notandi mikið af aukaupplýsingum sem og hvatningu til að halda sig við planið.

2. Fasthabit

Einkunnir
App Store: ★★★★★ 4,7

Í stuttu máli:
*Fylgst með föstum
*Fylgst með hve lengi þú nærð að fasta
*Hægt að færa handvirkt inn föstur fortíðarinnar

Þetta smáforrit er eingöngu aðgengilegt fyrir síma með iOS-stýrikerfi. Smáforritið er fallega hannað og einstaklega einfalt í notkun. Hægt er að setja af stað eins konar skeiðklukku þegar notandinn fastar. Með því að uppfæra aðgang í smáforritinu fyrir tæpa þrjá dollara er hægt að skoða fösturnar betur og fá aðgang að lengra föstuplani. Með uppfærslu fær notandi einnig aðgang að nákvæmum tölulegum upplýsingum.

3. Myfast

Einkunnir
App Store: ★★★★★ 4,6
Google Play: ★★★★ 4,1

Í stuttu máli
*Fylgst með föstum og þyngd
*Föstusaga
*Hægt að setja markmið

Myfast er afar einfalt í notkun og leikur einn að ýta á hnapp og hefja föstu. Ef notandi setur sér markmið er vel haldið utan um það og notandinn alltaf meðvitaður um hve langt eða stutt hann er frá markmiðinu. Ókeypis útgáfan er mjög einföld en fyrir tæpa tvo dollara er hægt að uppfæra smáforritið sem losar notandann við auglýsingar og færir honum frekari upplýsingar og fróðleik.

4. Track Your Fast

Einkunnir
Google Play: ★★★★ 3,7

Í stuttu máli
*Fylgst með föstu
*Tæki sem sýnir núverandi föstu
*Einföld eftirfylgni með þyngd

Þetta smáforrit er eingöngu aðgengilegt fyrir Android-síma. Ókeypis útgáfan er með svolítið lága einkunn en uppfærslan kostar tæpa tvo dollara og er mun betri. Með þessu smáforriti geturðu fengið viðbót í símann þinn sem sýnir núverandi föstu og markmið án þess að opna smáforritið. Það sparar mikinn tíma.

5. Vora

Einkunnir
App Store: ★★★★ 4,3
Google Play: ★★★★ 4,4

Í stuttu máli
*Fylgst með föstu
*Ítarleg greining á föstum
*Hægt að bæta föstum við handvirkt
*Samfélagsmiðlatenging

Vora er vinsælasta föstusmáforritið á Reddit. Notandi þarf að skrá sig áður en hann notar smáforritið en eftir skráningu opnast heill heimur af upplýsingum, tölfræði og markmiðasetningu – allt á einum stað. Hægt er að tengjast vinum á samfélagsmiðlum og safna saman í stuðningshóp fyrir fastara. Það getur verið gjöfult þar sem hægt er að skiptast á ráðum, sorgum og sigrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.