fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Landvernd 50 ára – Afmælisfögnuður og ráðstefna í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. október 2019 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landvernd er 50 ára í dag. Afmælinu hefur verið fagnað allt árið með ýmsum uppákomum öllum opnum en á í dag á sjálfan afmælisdaginn verður sérstök hátíðardagskrá í Norræna húsinu.

Byrjað verður á opnum fundi um sigra og ósigra í íslenskri náttúruvernd þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar fundinn og í pallborði sitja meðal annarra Umhverfis- og auðlindaráðherra ráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem jafnframt er fyrrverandi framkvæmdastjór Landverndar.

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir ávarpar svo hátíðarfund þar sem nokkrir listamenn ræða hlutverk náttúrunnar í lífinu og listinni.

Í Norræna húsinu er nú opin sýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar um náttúruperlur og dýralíf í hættu vegna stórra framkvæmda sem byggir viðeigandi ramma um hátíðahöldin.

Landvernd eru stærstu umhverfisverndarsamtök á Íslandi með um 6000 félaga.  Þau hafa barist fyrir verndun íslenskrar náttúru og sjálfbærri þróun heima og á heimsvísu frá stofnun samtakanna.

Kl. 14:30 Afmælisráðstefna – Sigrar og ósigrar í íslenskri náttúruvernd í 50 ár

◾ Innlegg frá formanni Landverndar, Tryggva Felixson
◾ Frá nútíð til framtíðar; Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands
◾ Pallborðsumræður – Stjórnandi: Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra

       ▫ Þóra Ellen Þórhallsdóttir
▫ Hjörleifur Guttormsson
▫ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
▫ Elísabet Jökulsdóttir
▫ Þorgerður María Þorbjarnardóttir

___________________

Kaffihlé kl. 16:00

___________________

Kl. 16:30 Hátíðarfundur

◾ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
◾ Tryggvi Felixson, formaður Landverndar
◾ Kveðjur frá erlendum systursamtökum
◾ Lífið, náttúran, menning – Stjórnandi: Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra

          ▫ Bókin, orðið, umhverfið og náttúran, Andri Snær Magnason
▫ Ljóðið, náttúran og umhverfið, Steinunn Sigurðardóttir
▫ Sjónlist og náttúran, Ósk Vilhjálmsdóttir
▫ Tónlistin og náttúran, Svavar Knútur

__________________

Veitingar kl. 17:30

__________________

Öll velkomin!

 

Viðburður á Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi