fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025

Þórdís fékk erfiðar fréttir rétt áður en hún steig á svið: „Þetta getur ekki verið að gerast, ekki þetta, ekki núna“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 18. október 2019 14:00

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, aktívisti, fyrirlesari og rithöfundur, lét fjarlægja góðkynja æxli úr brjósti fyrir nokkru síðan. Hún deilir sögu sinni í einlægri færslu á Instagram í tilefni þess að októbermánaður er helgaður brjóstakrabbameini.

„Ég hætti að anda þegar læknirinn minn greindi mér frá því símleiðis að fyrirferðin í brjóstinu mínu væri ekki einföld bandvefsaukning, eitthvað væri að vaxa þarna í eitli í handarkrika mínum og frumurnar breyttust með miklum hraða – allt þetta benti til þess að um brjóstakrabbamein væri að ræða. Ég sleit símtalinu og mætti augnaráði mínu í speglinum. Nei, nei, nei, nei þetta getur ekki verið að gerast, ekki þetta, ekki núna.“

Símtalið fékk Þórdís rétt áður en hún steig á svið til að flytja fræga Ted fyrirlestur sinn sem hún flutti með Tom Stranger, nauðgara sínum, fyrir ríflega tólf hundruð manns og með um 25 þúsund áhorfendur til viðbótar á beinni útsendingu fyrirlestursins.

Í tilraun til að róa taugarnar ákvað Þórdís að hringja í föður sinn, sem er krabbameinsskurðlæknir. „Hann hafði aldrei nokkurn tímann haft áhyggjur af heilsu minni.“ Þórdís taldi að faðir hennar gæti róað taugarnar hennar og sagt henni að þessi tíðindi væru ekkert til að hafa áhyggjur af. „Frá baðherbergi á hóteli í San Francisco hringdi ég skjálfhent í pabba og sagði honum tíðindin.“

Faðir hennar gat þó ekki róað hana, heldur þvert á móti olli svar hans enn meiri kvíða: „Elskan mín, héðan af verðum við að taka þetta bara einn dag í einu.“

„Ég táraðist. „Þetta er það sem þú segir við veikt fólk“, sagði ég, og fannst ég svikin.“ Hvorki Þórdís né faðir hennar minntust á það í símtalinu að hið ógurlega BRCA-gen er arfgengt í fjölskyldu þeirra og höfðu þrjár konur í fjölskyldunni tapað baráttu sinni við brjóstakrabbamein. Þórdísi fannst það þó liggja í þögninni að þau væru bæði að hugsa um það. Þórdís ákvað samt að flytja fyrirlesturinn.

„Ég þurrkaði burt tárin, farðaði tárbólgið andlitið og ákvað að núna væri ótímabært að fá taugaáfall, eða hugsa til þess hvernig ég færi nú að því að segja sjö ára syni mínum að móðir hans gæti mögulega ekki séð hann verða að manni. Núna væri heldur tíminn kominn til að skilja eitthvað eftir mig, eitthvað sem hann gæti munað eftir og verið stoltur af.  Svo ég gekk upp á sviðið og flutti TED fyrirlestur minn, standandi við hliðina á manninum sem nauðgaði mér þegar ég var 16 ára.  Þeir 5,3 milljón einstaklingar sem hafa horft á fyrirlesturinn telja líklega að þeir hafi séð mig á minni berskjölduðustu stund. Ef þeir aðeins vissu.“

Fimm vikum síðar fór Þórdís í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Til allrar hamingju reyndist það góðkynja.

„Ég er ein þeirra heppnu. Ég deili þessu með ykkur því október er helgaður brjóstakrabbameini og vegna þess að þú ert líklegri til að verða heppin eins og ég ef þú finnur meinið snemma. Svo með ást minni ég ykkur að skoða brjóstin. Í sameiningu getum við þetta.“

 

https://www.instagram.com/p/B3uwhvfgOQ2/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.