fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Fleiri vilja léttvín og bjór í matvörubúðir – Píratar ákafastir en kjósendur Miðflokksins mest á móti

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. október 2019 11:24

Nú má skála í Súdan. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverður munur er á stuðningi við sölu á áfengi í matvöruverslunum eftir því hvaða þingflokk fólk myndi kjósa ef gengið væri til kosninga í dag. Þeir sem myndu kjósa Pírata eru hlynntastir sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum eða um 64% samkvæmt nýrri könnun Maskínu.

Þeir sem myndu kjósa Miðflokkinn eru andvígastir en aðeins tæplega 24% þeirra eru hlynnt á meðan rúmlega 66% þeirra eru andvíg sölu á bjór og rúmlega 68% andvíg sölu á léttvíni í matvöruverslunum.

Sjá nánar hér.

Þess má geta að ekki stendur til að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, ekkert slíkt frumvarp liggur fyrir á Alþingi. Hinsvegar liggur fyrir frumvarp um afnám einkaleyfis ríkisins til sölu á áfengi. Þar er þó ekki gert ráð fyrir að leyfa sölu áfengis í matvörubúðum, heldur að einkaaðilar fái að reka eigin búðir til sölu áfengis, gegn ákveðnum skilyrðum.

Mjótt á mununum

Meiri stuðningur en mótstaða er meðal Íslendinga við sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Mótstaða við sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum er hinsvegar töluvert meiri. Lítil breyting er á afstöðu frá síðustu mælingu.

Rúmlega 44% eru hlynnt sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum en rúmlega 40% eru andvíg. Þeir sem eru andvígir sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum eru hinsvegar rúmlega 67% en aðeins 18% eru hlynnt.

Enn sem áður eru karlar hlynntari sölu á öllu áfengi í matvöruverslunum en konur. Mestur er munurinn á stuðningi við sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum en þar eru 24% karla hlynnt samanborið við tæplega 9% kvenna.

Aldur hefur einnig áhrif á stuðning við sölu á áfengi í matvöruverslunum. Því yngri sem svarendur eru þeim mun hlynntari eru þeir sölu á áfengi þar. Yngstu svarendur (18-29 ára) eru í öllum tilfellum hlynntastir sölu á áfengi í matvöruverslunum en þeir elstu (60 ára og eldri) er í öllum tilfellum andvígastir.

 

Svarendur voru 859 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá ogendurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 9. til 23. september 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben