fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fókus

Raggi Bjarna mætti á þyrlu

Fékk far með Landhelgisgæslunni upp á Úlfarsfell til að taka þátt í einstökum viðburði á glæsilegum ferli sínum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. júní 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var alveg gífurlegur stæll á þessu,“ segir stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason (82) sem var meðal þeirra listamanna sem komu fram í hlíðum Úlfarsfells í Mosfellsbæ á miðvikudagskvöld þar sem mikið var um dýrðir í skemmtigöngu Ferðafélags Íslands. Tilefnið var ærið enda Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, að fara sína þúsundustu ferð upp Úlfarsfellið. Auk Ragga komu fram Stuðmenn, Valdimar og Bjartmar Guðlaugsson. En erfitt var fyrir göngugarpana að toppa innkomu Ragga Bjarna á hátíðarhöldin enda var honum flogið upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Raggi Bjarna var þakklátur öllum þeim sem komu að viðburðinum í Úlfarsfelli.
Þakklátur Raggi Bjarna var þakklátur öllum þeim sem komu að viðburðinum í Úlfarsfelli.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þetta er stærsta þyrla sem ég hef séð,“ segir Raggi léttur í samtali við DV en á löngum og glæsilegum ferli hefur hann aldrei komið fram á fjalli áður. Þó var þetta ekki í fyrsta skipti sem hann er ferjaður á tónleikastað með þyrlu, en hann fór með lítilli þyrlu frá Bakka yfir til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð. „En aldrei svona græju. Þetta var alveg stórkostlegt.“

Raggi segir að það hafi verið ógleymanlegt að sjá mannfjöldann samankominn á fjallinu úr lofti. Viðtökurnar og andinn í mannskapnum lét hann heldur ekki ósnortinn.

„Þetta var yndislegt, fólkið tók mér svo vel. Það var svo mikil gleði og við urðum þarna öll eins og ein stór fjölskylda. Ég vil nýta tækifærið og færa flugmönnum Landhelgisgæslunnar, sem dekruðu við mig, og öllum sem að þessum viðburði komu hjartans þakkir fyrir mig. Þetta var alveg einstakt.“

Bjartmar Guðlaugsson var mættur með gítarinn og tók nokkra af sínum fjölmörgu smellum fyrir göngugarpana á Úlfarsfelli.
Meistarinn Bjartmar Guðlaugsson var mættur með gítarinn og tók nokkra af sínum fjölmörgu smellum fyrir göngugarpana á Úlfarsfelli.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Reynir Traustason fagnaði ferð númer eitt þúsund upp Úlfarsfellið og sést hér með hluta Stuðmanna á sviði.
Stuð á mönnum Reynir Traustason fagnaði ferð númer eitt þúsund upp Úlfarsfellið og sést hér með hluta Stuðmanna á sviði.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“
Fókus
Í gær

Eiginmaðurinn var að lifa tvöföldu lífi – „Hvernig gat hann gert mér þetta?“

Eiginmaðurinn var að lifa tvöföldu lífi – „Hvernig gat hann gert mér þetta?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynntist karlmanni frá Kenía eftir að hafa uppgötvað svik eiginmannsins

Kynntist karlmanni frá Kenía eftir að hafa uppgötvað svik eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Júlí og Dísa gefa út nýtt frumsamið lag – Með matarást á IKEA

Júlí og Dísa gefa út nýtt frumsamið lag – Með matarást á IKEA
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jelly Roll grennist hratt en segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf – „Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló“

Jelly Roll grennist hratt en segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf – „Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló“