fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Álitamál – á að leyfa Uber á Íslandi?

Egill Helgason
Mánudaginn 7. október 2019 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að frumvarp sem leyfi starfsemi farveitunnar Uber á Íslandi verði lagt fram á þingi bráðlega.

Þetta gæti orðið eldfimt mál.

Uber hefur sína kosti. Þetta er þægileg þjónusta og ekki sérlega dýr. Ég hef notað hana talsvert í Bandaríkjunum og þá reyndar frekar Lyft – sem hefur betra orð á sér en Uber. Maður pantar í gegnum síma, greiðir með honum, og manni er skilað beint upp að dyrum. Það er líka ágætt að geta séð fyrirfram hvernig bíl maður getur átt von á og umsagnir sem bílstjórinn fær.

Leigubílar á Íslandi eru dýrir – og maður getur stundum þurft að bíða óþægilega lengi eftir þeim.

En gallarnir eru ófáir, enda hefur starfsemi Uber verið bönnuð víða. Þetta snýst ekki síst um ábyrgð farveitunnar sjálfrar – hún er ekkert nema milliliður, vefsíða og app, og reynir að komast upp með að taka eins litla ábyrgð og hægt getur. Mestallt slíkt lendir á bílstjórunum sjálfum sem eiga bílana og reka þá.

Bílstjórarnir hjá Uber eru líka afar illa launaðir, njóta lítilla réttinda, á meðan fyrirtækið er metið á milljarða dollara á hlutabréfamarkaði.

Annar vandi við Uber (og aðrar farveitur) er að þær auka bílaumferð í borgum, þegar við ættum í raun að stefna í þveröfuga átt. Ástæðan er sú að fólk sem annars myndi nota almenningssamgöngur venur sig á að nota Uber – sem eins og segir hér að ofan getur verið býsna þægilegt.

Þetta er semsagt álitamál.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki