fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Ótrúleg mistök lögreglu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlos Cashe, bandarískur ríkisborgari, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við lögregluna í Oviedo í Flórída.

Þannig er nefnilega mál með vexti að í mars síðastliðnum hafði lögregla afskipti af honum og vöknuðu grunsemdir um að Cashe væri með talsvert magn fíkniefna í fórum sínum. Ástæðan fyrir þessum rökstudda grun var sú að í bíl hans fannst talsvert magn af hvítu dufti sem lögreglumenn töldu að væri kókaín.

Lögreglumenn eru sagðir hafa framkvæmt próf á efninu og niðurstöður þess hafi bent til þess að um kókaín væri að ræða. Cashe reyndi að útskýra fyrir lögreglu að hann starfaði við smíðar og hvíta duftið væri ekkert annað en gips líkt og notað er í gipsveggi.

Þar sem Cashe var þegar á skilorði vegna vörslu smáræðis af fíkniefnum, þar á meðal kókaíns, var honum varpað beint í fangelsi þar sem hann mátti dúsa í þrjá mánuði. Honum var sleppt á dögunum eftir að niðurstöður prófana sýndu fram á að Cashe hefði sagt satt allan tímann. Efnið sem fannst í bílnum var í raun gips.

Cashe sagði frá þessu í viðtali við WFTV-fréttastofuna og sagði hann að markmið sitt með því að stíga fram væri að hvetja lögreglu til að vanda vinnubrögð sín. „Ég vil ekki að þetta komi fyrir einhvern annan,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Juventus leiðir kapphlaupið

Juventus leiðir kapphlaupið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Færsla Þorsteins um fótboltastráka umdeild – „Þú ert að gera það sama og þeir gera sem níða kvenfólk eða kynþætti“

Færsla Þorsteins um fótboltastráka umdeild – „Þú ert að gera það sama og þeir gera sem níða kvenfólk eða kynþætti“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt