fbpx
Mánudagur 15.desember 2025

Secret Solstice hefst í Laugardalnum

Fönkdrottning, amerískur frumbyggi og innlendar hetjur spila í kvöld

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 15. júní 2017 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarhátíðin Secret Solstice 2017 er um það bil að hefjast í Laugardalnum í Reykjavík en opnunartónleikarnir hefjast klukkan 17.30. Þá spilar bandaríski flautuleikarinn Joaquin JoaqoPelli Montoya á tónleikasviðinu Valhöll. JoaqoPelli sem kveðst eiga rætur að rekja jafnt til amerísku Sioux Lakota frumbyggjanna og basknesks rómafólks segist hafa leikið á yfir þúsund ayahuasca og peyote-athöfnum um allan heim á síðustu tveimur áratugum.

Seinna í kvöld koma svo fram heimsþekktir listamenn á borð við fönkdrottninguna Chaka Khan og djúphús-plötusnúðinn Kerri Chandler og svo innlendar hetjur á borð við Stuðmenn og SSSól.

Tónleikar fara svo fram á fimm tónleikasviðum alla helgina og á annað hundrað tónlistarmenn koma fram, meðal annars Rick Ross, Big Sean, Foo Fighters, The Prodigy, Richard Ashcroft, Anderson Paak, Dubfire, Unknown Mortal Orchestra og Rhye. Enn eru til armbönd á hátíðina og er hægt að kaupa þau á miðasölusíðunni Tix.is.

Hér fyrir neðan má heyra lagið Tell me something Good með hljómsveitinni Rufus og söngkonunni Chaka Khan, en lagið mun vafalaust óma í Laugardalnum síðar í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brennan Johnson gæti söðlað um innan höfuðborgarinnar

Brennan Johnson gæti söðlað um innan höfuðborgarinnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Salah léttur og grínaðist í blaðamönnum þegar hann gekk framhjá þeim í gær

Salah léttur og grínaðist í blaðamönnum þegar hann gekk framhjá þeim í gær
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Munu ekki reyna við Greenwood vegna fortíðar hans

Munu ekki reyna við Greenwood vegna fortíðar hans
Pressan
Í gær

Þrettán ára drengur lést eftir að hafa úðað í sig ósoðnum núðlum

Þrettán ára drengur lést eftir að hafa úðað í sig ósoðnum núðlum
Pressan
Í gær

Ung kona fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að valda dauða sona sinna í umferðarslysi

Ung kona fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að valda dauða sona sinna í umferðarslysi