fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Vatnslausnir: Ný nálgun við þrif og sótthreinsun fyrir matvælafyrirtæki

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Sunnudaginn 22. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatnslausnir ehf. er fyrirtæki sem starfar á sviði þrifa og hreinlætis í matvælaiðnaði, en það verður með bás C2 á Sjávarútvegssýningunni 25.–27. september nk. þar sem þeir kynna meðal annars háþrýstiþvottakerfi og sápu og sótthreinsi þokukerfi til notkunar í matvælaiðnaði, ásamt sjálfvirku færibandaþvottakerfi og öðrum nauðsynlegum tækjum til notkunar við þrif. Á básnum verða auk þeirra Sani-Mist BV og Áveitan ehf. Sani-Mist eru framleiðandi háþrýstiþvottakerfanna, sápu og sótthreinsi þokukerfanna og sjálfvirka færibandaþvottakerfisins sem við kynnum og  Áveitan ehf. sér svo svo um uppsetningu og þjónustu á þessum kerfum.

 

Ýmsir möguleikar í boði

Vatnslausnir ehf. býður upp á marga möguleika þegar kemur að sótthreinsun og þrifum fyrir matvælaiðnað, en þar má þá helst geta háþrýstidæla frá 10 til 150 bar fyrir matvælaiðnað ásamt sápukvoðu og sótthreinsikerfum, slöngutromlum, slöngum, byssum og öllum nauðsynlegum fylgibúnaði.

Vatnslausnir ehf. býður líka upp á háþrýstidælur fyrir verktakaiðnaðinn, skömmtunarkerfi t.d. fyrir gufukatla, þvottahús, fiskimjölsverksmiðjur, hitaveitur, sundstaði (klór og pH) ásamt UV geislatækjum, Ozon skömmtunartækjum o.fl.

Að auki býður það upp á viðgerðar- og varahlutaþjónustu fyrir háþrýstibúnað, skömmtunarkerfi og þvottakerfi.

Fjölþokuþrif í fiskvinnslu

Í gegnum árin hafa margar aðferðir verið notaðar í fiskvinnslu á Íslandi við að koma sápunni á vélar og tæki við þrif, þar á meðal er fata með sápuvatni og bursti, þrýstikútar og kvoðukútar, lágþrýstiþrif með jektor-kvoðun, háþrýstiþrif með jektor-kvoðun, sápukerfi þar sem sápan er blásin með þrýstilofti sem og fleiri aðferðir

Vatnslausnir eru með nýja nálgun á þessu og byggir hugmyndin á að úða sápu með þokuúða og síðan að tengja saman samfelld þrif í fiskvinnslu með fjölþokuþrifaaðferðinni.

Sótthreinsun í fiskvinnslu með þokuúðun hefur verið vel þekkt í um 25 til 30 ár. Með þeirra kerfi er sú aðferð tekin enn lengra og sápu einnig úðað á vélar og tæki með sömu aðferð og með sama tækinu, CALIGO SAPO.

Með hefðbundnum þrifaaðferðum er sífellt verið að berjast við uppbyggingu á óhreinindum og bakteríum en með fjölþokuþrifaaðferðinni og réttum efnum er hægt að fyrirbyggja hana.

Þokan er hagstæð því hún er alltaf jöfn á alla fleti í hvert skipti. Ef skuggablettir finnast þá er auðvelt að bæta spíssum til að ná þeim. Mannlegi þátturinn er tekinn út og er því engin hætta á að einhverjir fletir gleymist.

Kerfið samanstendur af tveimur aðalhlutum annars vegar sótthreinsihlutanum þar sem sótthreinsiblöndun fer fram og hins vegar sápuhlutanum þar sem sápublöndun fer fram. Bæði kerfin eru drifin af einni vatnsdælu sem heldur uppi stöðugum þrýstingi á þær lagnir sem eru í notkun hverju sinni. Aðaldrifkraftur þokuúðunarinnar er hins vegar þrýstiloft.

Frá tækinu liggja fjórar stofnlagnir: sápulögn, sótthreinsilögn, vatnslögn og loftþrýstilögn. Allar lagnirnar enda á Cluster Head úðaspíssum sem dreifa viðkomandi efni með þokuúða yfir vélar og tæki.

Í tækinu er sáputankur, sótthreinsitankur og tankur með matarsalti til að mýkja vatnið og minnka hættu á stíflum í úðaspíssum af völdum útfellinga.

Þess má einnig geta að á sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu í fyrra fékk þessi hugmynd verðlaun sem framúrstefnuhugmynd á sviði sjávarútvegs og matvælaframleiðslu.

 

 

Glæsilegt háþrýstiþvottakerfi

Háþrýstiþvottakerfi með dælum verður í nýju skipi Brims hf. (áður HB Granda hf.) sem er verið að smíða í Vigo á Spáni og kemur til landsins seinna á árinu.

Þá er búið að setja upp dælustöð í rækjuverksmiðjunni Dögun hf. á Sauðárkróki ásamt sjálfvirku færibandakerfi fyrir 20 færibönd og hugmyndin er að stækka það um önnur 20 bönd því reynslan af þessari aðferð er mjög góð. Einnig er búið að leggja allt lagnakerfi fyrir sápu- og sótthreinsiþokukerfið og stöðin sem verður til sýnis á básnum fer í Dögun hf. að lokinni sýningu.

 

Hægt er að hafa samband við Vatnslausnir í síma 864-2471

www.h2o.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum