„Lögreglan og áfallahjálp eru í skólanum mínum því maður kom inn og beraði sig við einhvern, reyndi að káfa á kennara og ýtti stelpu inn á klósett. Lögreglan er að leita af honum ég er fokking fuming við erum í fokking skólanum um hábjartan dag og erum hvergi örruggar eg titra“
Þetta skrifar Una Geirdís nokkur á Twitter en DV hefur fengið staðfest frá starfsmanni skólans að „atvik“ hafi átt sér stað í skólanum nú síðdegis. Samkvæmt starfsmanni skólans heldur skólahald áfram í dag með eðlilegum hætti.
Una þessi greinir frá því að þetta hafi gerst í Stakkahlíðinni en þar er menntavísindasvið til húsa. Heimildir DV herma að maðurinn hafi byrjað að fróa sér í kennslustofu meðan kennsla stóð yfir. Ekki náðist í lögreglu við vinnslu fréttar.
Lögreglan og áfallahjálp eru í skólanum mínum því maður kom inn og beraði sig við einhvern, reyndi að káfa á kennara og ýtti stelpu inn á klósett. Lögreglan er að leita af honum ég er fokking fuming við erum í fokking skólanum um hábjartan dag og erum hvergi örruggar eg titra
— Una Geirdís (@UnaGeirdis) September 17, 2019
Fréttin verður uppfærð