fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og fimm ára karlmaður hefur verið handtekinn vegna gruns um morð á ungri konu í miðbæ Huddersfield á Englandi á fimmtudag. Fórnarlambið, hin 21 árs Bethany Fields, hafði meðal annars stundað rannsóknir á Íslandi.

Breskir fjölmiðlar fjalla um málið, meðal annars BBC og Independent.

Bethany fannst með alvarlega stunguáverka í miðbæ Huddersfield síðdegis á fimmtudag og var 35 ára karlmaður, Paul Crowther, handtekinn skömmu síðar. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Bethany og Paul hafi þekkst.

Í frétt Yorkmix kemur fram að Bethany hafi stundað nám í umhverfislandfræði við University of York Mark E. Hodson, kennari við skólann, segir að Bethany hafi verið duglegur nemandi og vinsæl meðal samnemenda.

Þá segir Mark að Bethany hafi haft sérstaklega gaman af ferðum sem tengdust náminu, til dæmis til Lake District á Norðvestur-Englandi og til Íslands þar sem hluti námsins fór fram. Á Íslandi er hún sögð hafa rannsakað áhrif jöklabráðnunar á umhverfið og þá hafði hún stundað rannsóknir á eldfjöllum á Kanaríeyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bónus komið með sushi í verslanir

Bónus komið með sushi í verslanir