fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Anton Örn blindaði mann með óvenjulegu árásarvopni

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 17. september 2019 09:43

Skjáskot af Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Örn Guðnason hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en afleiðing hennar var að maðurinn hlaut verulegt sjóntap. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Anton er sakaður um slíkt því í fyrra var hann dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir manndrápstilraun.

Anton er samkvæmt ákæru sakaður um að hafa aðfaranótt 30. ágúst 2016, fyrir framan Hafnarstræti 18 í Reykjavík, ráðist á karlmann. Hann er sakaður um að hafa slegið hann ítrekað í höfuð og andlit með stólfæti.

Afleiðingar þessa voru voveiflegar fyrir manninn því hann hlaut „brot á vanga- og kinnkjálkabeinum, mar á augnknetti og augntóttarvefjum, mar á augnloki og augnsvæði og augnskaða sem hafði í för með sér verulegt sjóntap en sjón hans varð 10% sjón á vinstra auga og 40% sjón á hægra auga.“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst fimm milljóna króna í miskabætur.

Anton hefur ítrekað komist í kast við lögin en fyrr á þessu ári var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi eftir hafa verið í tvígang gómaður með sýru og gervigras á Litla-Hrauni. Þar situr Anton af sér dóm vegna manndrápstilraunar.

Í því máli var hann dæmdur fyrir að hafa ráðist inn á heimili fórnarlambsins í slagtogi við tvo aðra menn og voru þeir vopnaðir hnífum og mace-brúsum. Hann stakk manninn svo í kviðinn. Mennirnir sögðust hafa verið staddir á heimili fórnarlambsins í þeim erindagjörðum að rukka inn 2 milljón króna skuld, en þeir sökuðu hann um að hafa stolið fíkniefnum af Antoni Erni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Í gær

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump