fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Skuldir lækka hjá Kópavogsbæ: „Ýmis teikn á lofti um erfiðari kringumstæður“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. september 2019 13:54

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar, A og B hluta, var jákvæð um 158 milljónir króna en hlutfallslega dreifð áætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhalla að upphæð 49 milljónir króna í árshlutareikningi, samkvæmt tilkynningu frá bænum.

Vaxtaberandi skuldir bæjarins lækka um 917 milljónir, þar af eru langtímaskuldir 616 milljónir. Heildarskuldir samstæðunnar lækka um 46 milljónir en stór hluti þeirra eru lífeyrisskuldbindingar bæjarins.

Skýring mismunar á áætlun og niðurstöðu rekstrarniðurstöðu samstæðunnar er einkum sú að verðbólga er lægri en reiknað var með. Skatttekjur tímabilsins eru þó heldur lægri en reiknað var með.

Þetta kemur fram í óendurskoðuðum og ókönnuðum árshlutareikningi Kópavogs fyrri 1. janúar til 30. júní 2019 sem lagður hefur verið fram í bæjarráði Kópavogs.

„Það er ánægjulegt að skuldir lækki en þó eru ýmis teikn á lofti um erfiðari kringumstæður í efnahagslífinu sem bitna mun á rekstri sveitarfélaga. Við munum því áfram leggja áherslu á aðhald í rekstri Kópavogsbæjar og mun þess sjá merki í fjárhagsáætlun næsta árs,“

segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogi.

Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir fjármagnsliði, afskriftir og lífeyrisskuldbindingar var jákvæð um 2,36 milljarða króna sem þýðir að framlegðarhlutfall samstæður þannig reiknað var um 16,5% en í reglum frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga er gert ráð fyrir að framlegðarhlutfall sé á bilinu 15-20%.

Þess má geta að á fyrri helmingi árs falla um 48%-49% af skatttekjum ársins en hins vegar stærri hluti útgjalda á ákveðnum sviðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“