fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Eyjan

Tor Arne Berg verður forstjóri Fjarðaáls

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tor Arne Berg mun taka við stöðu forstjóra Alcoa Fjarðaáls um mánaðamótin september-október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alcoa.

Frá árinu 2017 er Tor Arne búinn að starfa sem forstjóri Lista í Noregi og þar á undan stýrði hann starfsemi steypuskála í Evrópu og Ástralíu. Í því starfi var hann m.a. yfirmaður framkvæmdastjóra steypuskála hjá Fjarðaáli. Tor Arne hefur starfað hjá Alcoa frá árinu 2011 og unnið fjölbreytt störf fyrir fyrirtækið. Meðal annars hefur hann verið framkvæmdastjóri steypuskála hjá Lista, svo og framkvæmdastjóri innkaupa þar. Hann mun yfirgefa stöðu sína sem forstjóri Lista þegar hann gengur til liðs við Fjarðaál.

Magnús Þór Ásmundsson óskaði eftir að láta af störfum hjá Alcoa Fjarðaáli í júlí. Hann hafði starfað hjá Fjarðaáli frá árinu 2009, fyrst sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, síðan sem forstjóri móðurfélagsins Alcoa á Íslandi frá 2012 og jafnframt sem forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði frá 2014.

Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu, er við stjórnvölinn þangað til Berg tekur við.

Sjá einnig: Magnús Þór lætur af störfum hjá Fjarðaáli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“