fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FréttirLeiðari

Hinir frjálsu og frelsissviptu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er Tekjublaðið komið út enn og aftur og sem fyrr verða örugglega skiptar skoðanir um ágæti þess að birta tekjur útvalinna Íslendinga. Sama hvað fólki finnst þá eru þessar upplýsingar mikilvægar til að varpa ljósi á þann launamismun sem er á Íslandi. Í ár fáum við hins vegar afar skakka mynd af stéttaskiptingunni þar sem Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að gefa ekki út upplýsingar um skattakónga og -drottningar. Það er miður. Í þeim útreikningum kristallast oft hversu mikil misskiptingin er, en nú eru þeir útreikningar ekki taldir samræmast ákvæðum sem gilda um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Undarleg rök þar sem oftar en ekki hefur fólk sem nýtur góðs af auðæfum þjóðarinnar skipaði sér í efstu sæti yfir þá sem greiða mesta skattinn.

Peningar, völd og kynlíf – kennarinn minn í háskóla sagði mér eitt sinn að allur heimurinn snerist um þessa þrjá hluti. Að allar okkar ákvarðanir væru teknar út frá þessum þremur atriðum. Þessi þrjú atriði væru í raun hvati að öllum okkar gjörðum. Hugsjónamanneskjan ég tók þetta ekki gott og gilt. Heimurinn hlyti að snúast um meira. Hvað með réttlæti, góðmennsku, ást og frið? Það hlyti að spila einhverja rullu. Eftir miklar rökræður, þar sem háskólakennarinn göfugi nefndi fjölmörg dæmi úr nútímanum og mannkynssögunni gjörvallri varð ég að játa mig sigraða. Það snerist víst allt um peninga, völd og kynlíf á endanum.

Ég, sem hafði aldrei spáð mikið í peninga, fór að velta þeim meira fyrir mér eftir þessar samræður. Hversu stórt hlutverk þeir lékju í mínu lífi, þótt ég teldi þá í algjöru aukahlutverki. Peningum fylgir vissulega mikið frelsi. Það er frelsandi að eiga þá og geta eytt þeim í næstum því það sem maður vill. Það er líka frelsi fólgið í því að geta séð fyrir fjölskyldu sinni án þess að skrimta. Og ótrúlegt en satt þá er það gífurlega frelsandi að geta greitt alla reikningana um mánaðamótin. Það er vissulega frelsissvipting á sinn hátt að eiga fislétta pyngju, götótta vasa og tóman ísskáp. Það er álag að horfa í hverja einustu krónu. Geta aldrei leyft sér neitt. Og fara svo í Endurvinnsluna um miðjan mánuð til að eiga fyrir grjónum í grautinn. Horfa á hvert innheimtubréfið renna inn um lúguna á fætur öðru. Bíða í fósturstellingunni eftir að stefnuvotturinn mæti heim.

Sumir upplifa bara frelsissviptinguna en finna aldrei ljúft peningafrelsið gefa þeim byr undir báða vængi. Og það er ekki út af því að þeir séu latir, illa menntaðir, ómögulegir eða skrýtnir. Það er einfaldlega út af því að sumt fólk skiptir minna máli en annað í samfélaginu. Það gengur ekki það sama yfir alla. Meðalmaður getur lent í miklu tjóni og veseni, jafnvel gjaldþroti, fyrir það eitt að skulda yfirvaldinu nokkra hundrað þúsund kalla, á meðan aðrir sleppa með mörg hundruð milljóna króna skrekk. Fá afskriftir. Færa til peninga. Finna gráu svæðin og gloppurnar í kerfinu.

Á síðu 37 til 69 kristallast munurinn á hinum frjálsu og hinum frelsissviptu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur