fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Fjáröflunin fór úrskeiðis – Situr uppi með 3.000 klósettpappírsrúllur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vinsæl fjáröflunarleið hjá mörgum íþróttafélögum, samtökum og nemendahópum að selja klósettpappír, sælgæti eða eitthvað annað í fjáröflunarskyni. En að fjáröflun fari svo hrapalega úrskeiðis að fólk sitji uppi með 3.000 klósettpappírsrúllur er auðvitað ekki eitthvað sem fólk býst við.

En þessu lenti hin norska Benedikte Kristiansen Augdahl í. Hún er tvítug og ætlaði ásamt bekkjarsystkinum sínum í menntaskóla að selja klósettpappír til að fjármagna útskriftargleði hópsins. Ásamt tveimur bekkjarsystrum sínum var hún í forsvari fyrir hópinn sem taldi 16 manns. Ákveðið var að fara klósettpappírsleiðina og panta 253 poka með klósettpappír en í hverjum þeirra voru 56 rúllur eða rétt rúmlega 14.000 rúllur í heildina.

Þau gerðu samning við birgja og fengu reikning upp á 63.000 norskar krónur. Salan átti að skila þeim 40.000 krónum í hagnað. Gengið var frá þessu í nafni Benedikte og samningur var gerður sem hópurinn átti að skrifa undir. En það gekk ekki vel að fá alla til að skrifa undir, sumir voru ekki fjárráða og aðrir gugnuðu vegna þess hversu háa upphæð var um að ræða.

Hópurinn hófst samt sem áður handa við söluna til að reyna að afla fjár upp í fyrri greiðsluna fyrir pappírinn. Margir gáfust þó fljótt upp, gátu ekki tekist á við að ganga hús úr húsi í leiðindaveðri til að selja klósettpappír. Það tókst þó að selja um 90 poka áður en þeir síðustu létu sig hverfa og eftir sátu Benedikte og tvær vinkonur hennar með allan pappírinn.

Þær náðu samkomulagi við birgjann um að skipta greiðslunum frekar niður fram til 1. september og að þá megi þær skila því sem þeim tekst ekki að selja. Benedikte birti færslu um málið á Facebook í síðustu viku og voru viðbrögðin ótrúleg að hennar sögn. Margir höfðu samband og vildu kaupa klósettpappír og eru vinkonurnar nú langt komnar með að selja lagerinn. TV2 hefur eftir henni að hún vilji vara fólk við þegar ráðist er í fjáraflanir af þessu tagi og hvetja það til að sýna aðgæslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum