fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Fjögurra ára barn slasaðist

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 09:07

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögurra ára barn datt af hlaupahjóli í gær með þeim afleiðingum að það rotaðist. Atvikið átti sér stað í Kópavogi. Barnið var flutt  á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki er frekari fréttir að hafa af líðan þess.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að tilkynnt var um skothvelli í Helgafelli um kl. 18 í gær. Lögregla var með talsverðan viðbúnað vegna málsins. Tæpum klukkutíma eftir að tilkynningin barst var maður stöðvaður og viðurkenndi hann að hafa verið að skjóta úr startbyssu upp í fjallinu í þeim tilgangi að venja hund sinn við skothvelli þar sem hann var að þjálfa hann sem veiðihund. Skýrsla var tekin af manninum og honum ráðlagt að finna sér aðrar og betri aðferðir og staðsetningar við að þjálfa hundinn sinn.

Kona var handtekin í gær eftir að hafa gert tilraunir til að hnupla talsverðu magni af fatnaði úr verslun. Var hún laus að lokinni skýrslutöku.

Maður féll í stiga í hverfi 104 og fann til eymsla í höfði, fótum og öxl eftir fallið. Maðurinn var fluttur á slysadeild til frekari skoðunar.

Maður var handtekinn vegna líkamsárásar í hverfi 108 og var hann vistaður í fangaklefa. Árásaþoli fékk minniháttar meiðsli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu