fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Ratcliffe segir jarðakaupin á Íslandi vera vegna náttúruverndar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur keypt margar jarðir á Norðausturlandi á undanförnum misserum. Hann segir að aðaltilgangurinn með þessum jarðakaupum sé náttúruvernd.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum sem Fréttablaðinu barst í gær og birtir í dag.

„Náttúruvernd hefur alltaf verið og verður áfram eini tilgangur aðkomu minnar á Norðausturlandi Íslands.“

Segir í yfirlýsingunni. Fréttablaðið segir jafnframt að fram komi að kaup Ratcliffe á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði séu hluti af „yfirstandandi aðgerðum til verndar íslenska laxastofninum“. Hér sé um að ræða hluta af „langtímaverndaráætlun á Íslandi sem hefur að markmiði að laxveiðar landsins verði þær bestu og sjálfbærustu sem fyrirfinnist í heiminum“.

Í yfirlýsingu sinni segir Ratcliffe einnig að hann hafi útvíkkað áætlanir sínar um að fjárfesta í staðbundnum verkefnum til verndar laxinum í helstu laxveiðiám á Norðausturlandi. Markmiðið með þessu sé að vernda nærliggjandi landsvæði og viðkvæm vistkerfi í heild sinni.

„Ofveiði ógnar stofni NorðurAtlantshafslaxins og honum fækkar hvarvetna í ám. Norðurausturhluti Íslands er einn af fáum uppeldisstöðvum laxins sem sloppið hafa hingað til og ég vil gera hvað ég get til verndar svæðinu.“

Nýlega var skýrt frá því að Ratcliffe eigi nú 40 til 50 jarðir á Norðausturlandi, flestar þeirra eru í Vopnafirði. Þar eru tvær af gjöfulli laxveiðiám landsins, Selá og Hofsá.

„Árangur af endurbótum og fyrri fjárfestingum Jims Ratcliffe í Selá er þegar sýnilegur, en þar hefur veiði nú aukist frá ári til árs. Þetta eru jákvæð teikn um að verndaráætlun hans þoki hlutum í rétta átt, og gefi náttúrunni færi á að dafna.“

Er haft eftir Ratcliffe í yfirlýsingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki