fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Gunnar Smári baunar á Boeing: „Þetta er lítil saga af kapítalismanum og verðmætamati hans“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. júlí 2019 12:16

Boeing 737 MAX 8

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er þá hafa tvær þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8 farist í flugslysum á liðnum misserum með þeim afleiðingum að 346 létust. Hafa vélarnar verið kyrrsettar síðan í mars og málið verið allt hið vandræðalegasta fyrir Boeing, en rekja má orsök slysanna til galla í vélunum.

Félagið hefur í kjölfarið verið gagnrýnt fyrir hvernig staðið var að framleiðslu vélanna, en samkvæmt fyrrverandi starfsmanni Boeing, Adam Dickinson, voru öryggiskröfur látnar víkja fyrir kröfum um sparnað, en fyrirtækið græddi á tá og fingri á sama tíma.

Verðmætamatið brenglað

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, skrifar um verðmætamat félagsins, sem boðist hafi til að greiða aðstandendum fórnarlamba flugslysanna 35 milljónir króna, en Gunnari finnst það lítið samanborið við hagnað félagsins, sem greiddi hluthöfum sínum 2.100 milljarða króna á síðustu árum og keypti hlutabréf í sjálfum sér sem hafi aukið verðmætið um 5.300 milljarða króna:

„Hluthafar hafa því grætt um 7.400 milljarða (rúmlega 2,5 sinnum landsframleiðslan á Íslandi). Fyrir þennan árangur fékk forstjórinn 8,7 milljarð króna í sinn hlut. Því miður leiddi þessi áhersla á hagnað hluthafanna til framleiðslu á flugvélum sem drápu fólk, 346 manns í tveimur slysum. Boeing hefur boðist til að greiða ættingjum þessa fólks 100 milljón dollara í skaðabætur eða 12,4 milljarða, sem gerir rúmt 1% af hagnaði hluthafanna á nokkrum síðustu árum. Félagið vill borga 35 m.kr. fyrir hvern farþega sem fórst, um 0,4% sem félagið borgaði forstjóranum fyrir að framleiða drápsvélar til að auka hag hluthafanna. Þetta er lítil saga af kapítalismanum og verðmætamati hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“