fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Veskið kom loks í leitirnar, 60 árum síðar

Athyglisverður fundur í Washingon

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1957 fór Isolde Zitzewitz einu sinni sem oftar í verslun Bon Marche í Washington-ríki í Bandaríkjunum til að kaupa inn.

Svo óheppilega vildi til að Isolde glataði veskinu sínu meðan hún var inni í versluninni, en hvernig hún tapaði því liggur ekki alveg fyrir.

Nýlega stóðu yfir framkvæmdir í þessu sama húsnæði í Spokane, sem nú hýsir verslunarrisann Macy‘s, og þá kom veskið í leitirnar.

Í frétt Spokesman-Review, sem segir frá þessum merkilega fundi, kemur fram að veskið hafi fundist í frárennslisröri en óvíst er hvernig það endaði þar.

Í veskinu voru persónuskilríki Isolde Zitzewitz en eftir að Spokesman-Review fór á stúfana kom upp úr krafsinu að hún lést árið 2009. Í veskinu fannst kreditkort frá American Express, ökuskírteini, kvittun fyrir ís og kaffi frá Fred Meyer.

Í umfjöllun Spokesman-Review var rætt við frænda Isolde, Gus Zitzewitz, sem sagði að Isolde hefði verið fróð og vel að sér um ýmis mál. Hún kvæntist aldrei og eignaðist engin börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið