fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Íslandspóstur sakaður um undirboð: „Þeir eru að bjóða þetta langt niður“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir voru til dæmis í dreifingu fyrir Elko með þvottavélar, ísskápa og annað slíkt, sem mér finnst ekki vera póstur. Þeir eru í þessu fyrir ýmis önnur fyrirtæki og fara með þetta langt undir almennt verð,“ segir Kristinn Sigurðsson, stjórnarformaður hjá Sendibílastöðinni.

Flutningabílstjórar eru margir hverjir ósáttir við meint undirboð Íslandspósts á akstri. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en þar segist Kristinn hafa lent í því að hafa misst vinnu sem Íslandspóstur tók yfir með meintu undirboði. „Það er ýmislegt sem við höfum verið að keyra í gegnum tíðina sem er horfið af því að þeir eru að bjóða þetta langt niður,“ segir hann.

Þórður Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Nýju sendibílastöðvarinnar, er á sama máli og Kristinn. Hann telur að Nýja sendibílastöðin hafi orðið af viðskiptum eftir að Íslandspóstur byrjaði að stunda meint undirboð.

Báðir nefna að Íslandspóstur hafi verið að sendast með vörur fyrir IKEA. „Fyrirtækið var auðvitað stofnað á sínum tíma til þess að dreifa bréfum til landsmanna og sú þjónusta hefur borið skarðan hlut frá borði svo ég get alls ekki fallist á að flutningarnir sem þeir standa núna í falli undir hlutverk fyrirtækisins,“ segir Þórður við Morgunblaðið.

Birgir Jónsson, sem tók við starfi forstjóra Íslandspósts í maí síðastliðnum, svarar því til að almenn sendibílaþjónusta hafi verið lögð af um síðustu áramót í kjölfar sáttar við Samkeppniseftirlitið.

„Aftur á móti eru stærri samningar í gangi um lyfjadreifingu og annað sem ég hef eiginlega ekki forsendur til þess að dæma hvort séu undirboð, ég þekki það ekki,“ segir Birgir sem tekur fram að ef undirboð viðgangist þurfi að koma því upp á yfirborðið. „Því ég get alveg verið sammála því að það sé ekki hlutverk Íslandspósts að vera í undirboðum á markaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“