fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Óttar: „Fjölmargir hafa þá krafist þess að ég yrði rekinn úr vinnu og sviptur lækningaleyfi“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 30. apríl 2017 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fátt skiptir fólk meira máli en atvinnan. Þetta vissu forsvarsmenn Þriðja ríkisins vel, enda beittu þeir svokölluðu Berufsverbot til að refsa mönnum sem voru þeim ekki þóknanlegir. Viðkomandi var rekinn úr vinnu og gert ókleift að leita sér sambærilegra starfa. Þannig tókst að lama mikinn fjölda fólks sem ekki hlýddi tónsprota stjórnandans.“

Þannig hefst pistill eftir hinn umdeilda geðlækni, Óttar Guðmundsson sem birtur er í helgarblaði Fréttablaðsins. Óttar hefur skrifað umdeilda pistla en síðasti stormur sem hann lenti í var eftir viðtal á Rás 2. Þar sagði Óttar að konur gætu sjálfum sér um kennt ef karlmenn birtu nektarmyndir af þeim á Internetinu sem voru sendar í trúnaði.

Í viðtalinu á Rás 2 sagði Óttar:

„Að konurnar, þær eru að senda af sér nektarmyndir af brjóstum eða kynfærum til einhvers sem þær treysta — einhver elskhugi sem tekur myndina og svo þegar sambandið súrnar þá náttúrulega setur hann myndina á netið og þá er konan allt í einu orðin ægilegt fórnarlamb. „[Hún] hefur verið svikin og þvíumlíkt. En hún getur engum um kennt nema sjálfri sér því það bera allir ábyrgð á því sem þeir setja á netið sjálfir.“

Nútíminn gerði sér mat úr viðtalinu og vakti fréttin mikla athygli. Óttar segir í pistlinum í dag:

„Mér hefur stöku sinnum tekist að reita kommentakerfi fjölmiðla til reiði. Fjölmargir hafa þá krafist þess að ég yrði rekinn úr vinnu og sviptur lækningaleyfi.“

Þá minnist Óttar í pistlinum í Fréttablaðinu á það að Davíð Þór Jónsson prestur í Laugarneskirkju hafi verið gagnrýndur mjög fyrir að sýna kvikmyndina Terminator eða Tortímandann um páskahátíðina. Einnig bendir Óttar á að Snorri í Betel hafi verið rekinn úr starfi fyrir að viðra skoðanir sínar en Akureyrarbær var dæmdur skaðabótaskyldur. Óttar segir að lokum í pistli sínum:

„Auðvitað er sjálfsagt að reka alla úr vinnu sem ekki vilja ganga í takt enda hefur það gefið ágæta raun. Takmarkið hlýtur að vera samfélag þar sem allir eru sammála í veigamiklum málum. Tjáningarfrelsi er bara til trafala og veldur sundrungu í samfélaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði