fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Vegan veitingastaður bannar viðskiptavinum að gefa kornabörnum mjólk í pela

Málið hefur fengið mikla athygli

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 4. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegan veitingastaður í borginni Tarragona á Spáni hefur fengið mikið umtal í Evrópu síðustu daga eftir að eftirfarandi tilkynning var hengd upp á útidyrahurð staðarins: „Við kunnum við vel mæður af öllum dýrategundum. Þess vegna viljum ekki að ungabörnum sé gefin kúamjólk í pela á staðnum. Vinasamlegast virðið þessar reglur.“

Samkvæmt spænska dagblaðinu, El Páís, segir að viðbrögðin við orðsendingu eiganda staðarins, El Vergel Veggie, til viðskiptavina sinna hafi vægast sagt verið hörð. Í umsögnum um staðinn á TripAdvisor kveðst einn viðskiptavinur hafa verið niðurlægð fyrir framan gesti staðarins. En hún gaf barninu sínu mjólk úr pela inni á staðnum.

Eigandi staðarins svarar ummælunum viðskiptavinarins með því að segja að starfsmaður veitingahússins hafi laumað miða til hennar til að minna hana á að hún væri á vegan stað og þar væru engar dýraafurðir leyfðar.

Miklar umræður hafa skapast um málið og fólk tekist á um hvort veitingastaðurinn hafi gengið of langt eða hvort krafan sé réttmæt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda