fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

„Síðan kallar hann á mig og ég fer upp …“ – Svona bað Aron Einar Kristbjargar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 30. apríl 2017 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa verið í sambandi í fjögur ár. Þau ætla að gifta sig í sumar en þau eiga eitt barn saman. Kristbjörg er í viðtali við Nýtt líf en þar lýsir hún bónorðinu á þá leið að það hafi verið persónulegt og einlægt og það hafi farið fram fyrstu jólin þeirra saman á heimili þeirra í Cardiff í Wales.

„Ég var ólétt og ég tók eftir því hvað hann var eitthvað upptjúnaður, svona ekki alveg eins og hann sjálfur, bæði í matnum og þegar við vorum að opna pakkana. Það virtist eins og hann væri að flýta sér svo mikið og ég skildi ekkert hvað var í gangi. Þegar allir pakkar voru opnaðir sagðist hann vera með eina aukagjöf handa mér og bað mig að bíða aðeins á meðan hann þyrfti að skjótast upp.“

Kristbjörg segir að Aron hafi síðan kallað á hana og beðið hana um að koma.

„Ég fór upp, þar voru rósablöð á gólfinu sem leiddu mig í lítið fataherbergi sem var tómt fyrir utan kertin sem hann var búinn að setja í allar hillurnar. Þar beið hann mín á hnjánum. Þetta var ótrúlega skemmtilegt augnablik sem fullkomnaði fyrstu jól okkar ein saman.“

Kristbjörg segir svo á öðrum stað í löngu og ítarlegu viðtali í Nýju lífi að hún hafi fundið sálufélaga sinn í Aroni en þau gifta sig í Hallgrímskirkju í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði