fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Frú Vigdís hvetur konur til að mennta sig: „Það var gæfuspor fyrir Ísland að kjósa konu sem forseta“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. júní 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kosning mín í embætti Forseta Íslands árið 1980 breytti auðvitað talsvert sýn á stöðu kvenna,“ segir frú Vigdís Finnbogadóttir í viðtali í Bransasögum Íslandsbanka, og bætir við að í kjölfarið hafi konur sagt „úr þvi hún getur það þá hlýt ég að geta gert það.“

Í dag, 19. júní,  er kvenréttindadagurinn eða kvennadagurinn og ár hvert er þess minnst að þennan dag árið 1915 hlutu íslenskar konur, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Þetta var mikilvægt skref í jafnréttisbaráttu landsmanna og síðan þá hafa mörg skref verið stigin til viðbótar í átt að jafnara samfélagi. Það er vel við hæfi að birta viðtal við Frú Vigdísi á þeim degi en hún var kosinn forseti Íslands árið 1980 og gegndi því embætti í 16 ár. Gaf hún ekki kost á sér sjálf heldur var hún beðin um að bjóða sig fram sem, en í kjölfar kvennafrídagsins þótti ótækt að kona væri ekki í framboði til embættisins. Vigdís var þá leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavikur.


Segir Vigdís að hún hafi þá ekki gert sér grein fyrir því að hún væri fyrsta konan sem var kosinn forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. „Það var snemma að mér var boðið víða í heimsóknir og ég reiknaði alltaf með að fólk vildi sjá þetta fyrirbæri: kona kosin forseti.“

„Þegar ég lít til baka sé ég að það var gæfuspor fyrir Ísland að kjósa konu burtséð frá hvort það var ég eða önnur. Það var kominn tími til að kjósa konu og sanna að kona getur gegnt sömu störfum og karlar. Stelpur eru algjörlega hættar að biðja afsökunar á sjálfum sér. Þær vita að þær eru alveg jafngóðar til landans og strákarnir.“

Frú Vigdís hvetur konur til að mennta sig. „Menntið ykkur menntið ykkur. Ef þið eigið sömu menntun og strákarnir eru ykkur allir vegir færir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta