fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. júní 2019 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallkonan í ár er íslenska leikkonan og flugfreyjan, Aldís Amah Hamilton.

https://www.instagram.com/p/Bt3FFozgKRV/

Aldís útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og steig sin fyrstu skref á sviði sem Desdemóna hans Shakespears.

Síðan þá hefur hún leikið á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpi en nú leikur hún aðalhlutverkið í nýjum tölvuleik frá Myrkur Games, The Darken.

Aldís og Ingunn Lára við gerð tölvuleiksins The Darken

https://www.instagram.com/p/Btvkgp7AAgB/

Aldís kennir systursyni sínum á flugfreyjustörfin

https://www.instagram.com/p/BwpCOJ9gvDH/

Aldís flutti ljóðið Landið flokkar ekki fólk eftir Bubba Morthens

Sjáðu
landið okkar allra
með mosamjúkan opinn faðminn
tekur okkur öllum eins og við erum
landið okkar flokkar ekki fólk

Sjáðu
við stiklum á hálum arfinum
kærleikurinn vex upp úr rauðu hafi hjartans

Í kvöld er stjörnurnar falla á spegilinn
og rökkurmjúk aldan ber þær að landi
skal ég tína upp þó ekki væri nema eina
til þess að minnast sumarkvölda norður í dumbshafi

Við skulum drekka sólargeisla saman að norðan
og sáldra yfir hann blágrýtismylsnu úr esjunni
og fagna fjölmenningu hér í miðnætursólinni

Múrar gera það sem múrar gera
loka þig inni
rammgerðastir eru þeir sem
reistir eru í höfðum manna

Rífum þá niður og göngum inn í víðáttu frelsisins
og fögnum lífinu

Sjáðu
sífellt bætast við blóm í garðinn
undursamlega fögur
hér eru auð rúm sem bíða barna
og drauma þeirra

Júníbjört nóttin mun þvo af þeim martröðina
og dögunin mun leiða þau inn í bjarta framtíð

Regnboginn hefur blessað börnin
silfurtært er málið í munni þeirra
hlustum á orð þeirra því dag einn
munum við hin eldri ganga í spor þeirra

Ég veit ekki alveg
hvað það þýðir
að vera Íslendingur
nema ég vakna dag hvern
með landið mitt á tungunni

Það dugar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Í gær

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga