fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Kynning

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 26. júlí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is er ein hraðast vaxandi vefverslun með hjálpartæki ástarlífsins á Íslandi í dag. Og ekki að ástæðulausu. Ókeypis heimsendingarþjónusta, lágt verð og vel valdar vörur sem hafa sýnt sig og sannað. Hermosa er besta vinkona þeirra sem langar að kynna sér unað kynlífstækjanna á þægilegan, auðveldan og síðast en ekki síst skemmtilegan máta.

 

Það nennir enginn að skoða 300 dildóa

„Okkar markmið er að það sé einfalt að versla sér kynlífstæki á netinu. Þess vegna er reglan hjá okkur sú að bjóða ekki upp á mikið meira en fjórar tegundir í hverjum vöruflokki fyrir sig. Það nennir enginn að skoða 300 dildóa sem gera mestmegnis nákvæmlega það sama. Frekar höfum við lagst í rannsóknarvinnu til að finna góð kynlífstæki sem eru vinsæl erlendis og hafa á sér gott orðspor,“ segir Vilhjálmur Þór Gunnarsson, annar stofnenda Hermosa.is.

 

En hvað er það vinsælasta hjá Íslendingum í dag?

„Langvinsælasta varan fyrir konur eru án efa sogtækin. Tækin veita djúpa og kraftmikla örvun með léttu sogi og titringi. Satisfyer Pro vibration selst mjög vel enda er hér um að ræða algert unaðstryllitæki.

Satisfyer Pro vibration

Einnig vorum við að fá nýja vöru í sama flokki sem kallast Satisfyer luxury. Tækið er hannað með þarfir konunnar í huga ásamt því að vera fallegt og elegant, en það er gert úr leðri, málmi og hágæða sílíkoni.

Satisfyer luxury

Vinsælasta græjan fyrir karlana er hins vegar Satisfyer men. Samkvæmt klámmyndastjörnunni Rocco Siffredi veitir þessi múffa óviðjafnanlega fullnægingu. Hún er þröng og aðlagar sig að stærð typpisins. Múffan er gerð úr cyberskin sem minnir á alvöru húð og hitnar auðveldlega. Þetta var mest selda varan fyrir karlmenn þangað til Satisfyer Men Heat Vibration kom á markaðinn.

Rocco Siffredi mælir með Satisfyer men múffunni.

Múffan kemur með hitastillingum sem gerir upplifunina mjög áþekka því að stunda kynlíf. Hægt er að velja mismunandi hitastig eftir því hvað notandanum finnst best. Það vinsælasta fyrir pörin er svo Partner plus með og án fjarstýringu.

Partner plus með fjarstýringu.

Partner Plus er eitt vinsælasta paratækið á markaðnum í dag og hefur unnið fjölda verðlauna. Það virkar í flestum stellingum, veitir báðum aðilum unað og örvar bæði G-blettinn og snípinn. Fjarstýrð kynlífsleikföng eru alger snilld t.d. fyrir pör sem eru í fjarsambandi og vilja halda í nándina. Þá er hægt að leika sér saman þó svo annar aðillinn sé í Hong Kong og hinn sé á Íslandi.“

Betra kynlíf, meiri hamingja

„Það kom okkur á óvart hvað karlarnir eru duglegir að fjárfesta í kynlífstækjum handa konunum. Við héldum að konurnar væru langmest í þessu. Það er orðið miklu minna tabú að ræða um kynferðismál og kynlífstæki en var hér áður fyrr og ég held að það sé að skila sér í fullnægðari pörum og einstaklingum og líka hamingjusamara fólki almennt.“

 

„Við ætluðum aldrei að opna kynlífstækjaverslun“

Upphaflega byrjuðu Vilhjálmur og Kristín að flytja inn kynlífstækjadagatöl fyrir ein jólin, en þetta vatt fljótt upp á sig, sérstaklega þegar þau upplifðu verðósamræmið á þessum vörum hér heima. „Það var oft hátt í 50% verðálagning hjá íslenskum heildsölum ofan á það sem varan kostar á Amazon t.d. Við sáum fjótt að við gátum auðveldlega boðið upp á miklu betra verð en aðrir og höfum haft það að sjónarmiði alla tíð síðan. Einnig bjóðum við upp á frían sendingarkostnað burtséð hvað varan kostar. Ef við lítum bara á jóladagatölin sem við seldum í fyrra, þá sést að við spöruðum kaupendum okkar samtals eina milljón króna, þá miðað við það verð sem samkeppnisaðilar buðu upp á. Þetta er gífurlega há upphæð ef við lítum á þá staðreynd að við vorum alveg ný á markaðnum og seldum því ekki neitt rosalegt magn af þessum dagatölum.“

 

Aukaafsláttur fyrir Unaðsklúbbmeðlimi

„Einnig bjóðum við fólki að skrá sig í Unaðsklúbbinn okkar. Meðlimir fá 3000 stig eða punkta fyrir að skrá sig. Einnig fá þeir stig fyrir að kaupa vörur hjá okkur, líka við síðurnar okkar á Facebook og Instagram, deila síðunni með vinum og fleira. Með þessum punktum getur fólk unnið sér inn afslætti og fríar vörur hjá versluninni. Einnig fær fólk afslátt á afmælisdaginn sinn og klúbburinn veitir meðlimum betri skilarétt. Það hefur aldrei verið eins gaman að kaupa sér kynlífstæki. Að okkar mati er ástæðan fyrir því að svona klúbbur borgar sig sú, að ef viðskiptavinur kaupir vörur hjá okkur oftar en einu sinni og deilir góðri reynslu sinni með vinum og vandamönnum, þá erum við að spara okkur kostnað sem hefði farið í auglýsingar og við skilum þeim sparnaði beint til okkar viðskiptavina.

SVAKOM

Við erum ekki að feika það, ég lofa!

„Umsagnirnar frá viðskiptavinum hafa verið fram úr hófi jákvæðar; eiginlega of jákvæðar. Við vorum næstum þakklát þegar einn gaf okkur „bara fjórar stjörnur“ af fimm mögulegum því þetta var farið að líta út eins og við værum að „feika“ umsagnirnar. Hermosa.is er auk þess með kerfi sem kemur í veg fyrir „feik“ umsagnir. En það er ekkert skrítið að fólk sé ánægt að versla við aðila sem hefur hag kúnnans fyrir brjósti. Við bjóðum upp á lægra verð en samkeppnisaðilarnir á sömu vörum, fría heimsendingu og betri skilafrest. Svoleiðis viðskiptahættir geta ekki klikkað,“ segir Vilhjálmur.

Kíktu við í hermosa.is og skoðaðu úrvalið.

Facebook: Hermosa.is

Instagram: hermosaisland

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum