Eden Hazard er nýjasti leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid en hann kostaði félagið 100 milljónir evra frá Chelsea.
Sú upphæð getur þó hækkað verulega en Real gæti á endanum þurft að borga allt að 140 milljónir evra.
Hazard er sjöundi dýrasti leikmaður sögunnar en hann kostaði jafn mikið og Cristiano Ronaldo sem gekk í raðir Juventus á síðasta ári.
Það er áhugavert að skoða tíu dýrustu leikmenn sögunnar en þar er Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain á toppnum.
Hér má sjá þá leikmenn sem kostuðu mest.
1. Neymar – Barcelona til PSG – 222 milljónir evra
2. Kylian Mbappe – Monaco til PSG – 145 milljónir evra (getur hækkað í 180 milljónir)
3. Philippe Coutinho – Liverpool til Barcelona – 120 milljónir evra (getur hækkað í 160 milljónir)
4. Ousmane Dembele – Dortmund til Barcelona – 105 milljónir evra (getur hækkað í 150 milljónir)
5. Paul Pogba – Juventus til Manchester United – 105 milljónir evra
6. Gareth Bale – Tottenham til Real Madrid – 100,8 milljónir evra
=7. Cristiano Ronaldo – Real Madrid til Juventus – 100 milljónir evra
=7. Eden Hazard – Chelsea til Real Madrid – 100 milljónir evra (getur hækkað í 140 milljónir)
9. Cristiano Ronaldo – Manchester United til Real Madrid – 94 milljónir evra
10. Gonzalo Higuain – Napoli til Juventus – 90 milljónir evra