Hjörtur Hermannsson byrjaði leik Íslands nokkuð óvænt í dag er liðið mætti Albaníu.
Hjörtur lék í hægri bakverði í leiknum í dag en þar hefur Birkir Már Sævarsson leikið undanfarin ár.
,,Ég hef fengið þónokkra æfingaleiki með þessum hóp og það er frábært að koma inn í svona reynslumikinn hóp og fá fyrsta mótsleikinn á Laugardalsvelli,“ sagði Hjörtur.
,,Strax í síðustu ferð þá ræddi ég við Erik og Freysa um að það væri möguleiki að ég myndi spila hægri bakvörð hérna. Strax og ég kom í þessa ferð þá fann maður að möguleikinn væri til staðar.“
,,Ég verð að koma því að að Birkir Már á alveg svakalega mikið hrós skilið hvernig hann hefur tæklað þetta í minn garð. Hann hefur verið stöðug stytta í gegnum þetta allt saman, þvílíkur gæi. Það er alltaf hægt að leita til hans.“
,,Ef ég er með einhverjar spurningar eða ég með einhverja punkta þá hikar hann ekki við að láta mig vita. Það er fínt að vita að þeir bakki mig upp.“
Nánar er rætt við Hjört hér fyrir neðan.