Gylfi Þór Sigurðsson var einn besti leikmaður Íslands í dag er liðið mætti Albaníu á Laugardalsvelli.
Ísland vann 1-0 sigur á Albönum í undankeppni EM og nældi í þrjú mikilvæt stig.
,,Þetta var mjög sætt, skyldusigur og bara ágætis frammistaða. Við gerðum það sem við þurftum,“ sagði Gylfi.
,,Við vorum ekki upp á okkar besta sóknarlega. Það var erfitt að spila fannst mér, völlurinn var mjög þurr sem hægði á spilinu.“
,,Við höfum spilað stærri leiki en þetta en auðvitað var þetta skyldusigur. Næsti leikur er eins, við verðum að vinna þessa heimaleiki.“
,,Mér fannst lína dómarans ekkert sérstök. Þetta var skoskur dómari sem leyfði ansi mikið.“
,,Við erum flestir á besta aldri fyrir utan Kára! Við erum í kringum 28-30 ára og erum í mjög góðu standi.“
,,Það eru nokkrir sem eru að glíma við meiðsli upp á síðkastið en hungrið er alltaf til staðar í þessu liði.“