Jóhann Berg Guðmundsson var hetja Íslands í dag er liðið mætti Albaníu í undankeppni EM.
Jói Berg skoraði magnað mark eftir einstaklingsframtak áður en hann fór af velli í seinni hálfleik.
,,Þetta var auðvitað markmiðið okkar, að ná í þessi þrjú stig. Eins og þið sáuð þá var þetta ekki fallegt en það þarf ekki alltaf að vera fallegt í fótbolta,“ sagði Jóhann.
,,Frammistaðan var allt í lagi. Við vitum alveg að við getum spilað betur en það er líka gott að vinna leiki þegar þú ert ekki upp á tíu og við gerðum það í dag.“
,,Á köflum þá hefðum við getað haldið boltanum miklu betur en að sama skapi þá voru þeir ekkert að búa til nein svaka færi og við vorum með þetta nokkurn veginn under control“
,,Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa markinu, þið sáuð það bara! Ég fékk boltann og það var enginn annar option og ég ákvað að keyra á þetta. Það var sætt að sjá hann í netinu, sérstaklega í svona leik.“
Nánar er rætt við Jóa hér fyrir neðan.