Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, ræddi við blaðamenn í dag eftir sigur á Albaníu.
Ísland þurfti að hafa fyrir hlutunum á Laugardalsvelli í dag en 1-0 sigur var niðurstaðan.
,,Þetta var mjög solid. Þeir fengu ekki færi í dag, ekki sem ég man eftir. Hannes varði eitt skot í byrjun leiks en annars komu crossar sem við dílum mjög vel við,“ sagði Aron.
,,Við vorum með mikil tök á leiknum, kannski aðeins of passívir í lokin en það er okkar leikur. Við fórum bara back to basics, það skóp þennan sigur í dag. Þrjú stig, 1-0, Jói með geggjað mark, við vissum að við hefðum gæðin til að klára leikinn í dag.“
,,Síðasta sendingin var ekki að finna rétta menn, það er hægt að bæta. Það var pressa á okkur í dag, frá ykkur og frá öllum á landinu að ná í úrslit og við gerðum það. Það gefur okkur gott veganesti fyrir næsta leik.“
,,Búnir og ekki búnir, við erum í þessu til að sigra og við ætlum okkur á EM. Svo einfalt er það.“
Nánar er rætt við Aron hér fyrir neðan.