Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Íslands í dag er liðið vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM.
Hannes var að vonum sáttur eftir leikinn í dag en sigurinn var afar mikilvægur fyrir strákana okkar.
,,Það var virkilega ljúft að halda hreinu. Það var frábært að vinna og halda hreinu. Gott veður, góð stemning og mikilvægur sigur,“ sagði Hannes.
,,Nú erum við brosandi og það var gaman í dag. Það var mikill léttir.“
,,1-0 sigrarnir þeir þykja oftast sætastir, allavegana fyrir okkur markmennina, þegar hann flautar loksins af.“
,,Þetta var bara flott frammistaða. Við spiluðum eftir aðstæðum og gerðum það sem þurfti. Þeir áttu ekkert í seinni hálfleik svo við gerðum þetta vel.“
Það var talað um að Ögmundur Kristinsson myndi byrja leikinn í dag en Hannes segir að sú umræða hafi ekki náð til sín.
,,Þetta náði alls ekki til mín. Ég vissi alveg hvar ég stóð og pældi ekkert í þessu.“
Nánar er rætt við Hannes hér fyrir neðan.