Ragnar Sigurðsson lék með íslenska landsliðinu í dag er liðið mætti Albaníu í undankeppni EM.
Ísland vann 1-0 sigur á Albönum og er sigurinn gríðarlega mikilvægur fyrir strákana í riðlakeppninni.
,,Þetta var góður sigur og erfiður leikur gegn fínu liði. Við gerðum þetta vel og áttum þetta skilið,“ sagði Ragnar.
,,Það gerist svo oft í fótbolta þegar maður reynir að klára svona leiki að maður tekur enga sénsa og endar á að baka. Það var ekkert stress og gáfum engin færi á okkur.“
,,Þeir voru mjög dirty og við vissum það fyrirfram að aðalatriðið væri að halda haus og láta það ekki pirra sig.“
Nánar er rætt við Ragga hér fyrir neðan.