fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Einkunnir úr sigri Íslands: Jóhann Berg bestur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 8. júní 2019 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur í dag er liðið mætti Albaníu í undankeppni EM.

Leikur dagsins var á Laugardalsvelli og höfðu strákarnir okkar betur með einu marki gegn engu.

Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði markið eftir frábæran sprett í fyrri hálfleik.

Þetta var annar sigur Íslands í riðlakeppninni og er liðið nú með sex stig eftir sigra gegn Andorra og svo Albaníu.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 7
Setti tóninn í upphafi leiks með alvöru vörslu og gerði ekki nein mistök.

Hjörtur Hermannsson 6
Varðist vel en þarf að bæta sig sóknarlega, fínn fyrsti alvöru landsleikur

Ragnar Sigurðsson 6
Gerði ekki nein mistök í leiknum, Ragnar er alvöru landsliðsmaður.

Kári Árnason 6
Það má vel vera að Kári sé að eldast og hafi verið meiddur, en á leikdegi klárar hann sitt

Ari Freyr Skúlason 6
Ari virðist hafa eignað sér stöðuna aftur sem hann hafði misst til Harðar, komst fínt frá sínu í dag.

Aron Einar Gunnarsson 6
Gerði sína hluti sem akkeri liðsins vel í dag.

Birkir Bjarnason 6
Vantar aðeins í leikæfinguna en Birkir nýtist landsliðinu betur á miðri miðjunni en sem kantmaður, þetta er hans staða.

Rúnar Már Sigurjónsson (´81) 5
Gerði sitt besta en vantaði meiri gæði til að nýtast liðinu sóknarlega.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Komu kaflar þar sem Gylfi sýndi snilli sína, vantaði ögn meiri hjálp þá hefði hann átt frábæran leik.

Jóhann Berg Guðmundsson (´55) 7 – Maður leiksins
Besti maður Íslands í dag, skoraði þetta geggjaða marka og það skapaðist hætta þegar hann komst í boltann. Fór út af snemma vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann.

Viðar Örn Kjartansson (´63) 4
Hélt bolta ekki vel og var í vandræðum, ekki hanst styrkleiki að spila alltaf með bakið upp við markið.

Varamenn:

Arnór Ingvi Traustason (´55) 5
Kom inn og gerði ágætis hluti.

Kolbeinn Sigþórsson (´63) 5
Virðist vera að finna gott form, er með meiri snerpu en fyrir áramót. Kolbeinn gæti orðið klár í að byrja landsleiki strax í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Virðast hafa verið mjög alvarleg brögð í tafli í drættinum

Sjáðu myndbandið – Virðast hafa verið mjög alvarleg brögð í tafli í drættinum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Í gær

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ
433Sport
Í gær

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu