Íslenska karlalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur í dag er liðið mætti Albaníu í undankeppni EM.
Leikur dagsins var á Laugardalsvelli og höfðu strákarnir okkar betur með einu marki gegn engu.
Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði markið eftir frábæran sprett í fyrri hálfleik.
Þetta var annar sigur Íslands í riðlakeppninni og er liðið nú með sex stig eftir sigra gegn Andorra og svo Albaníu.
Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson 7
Setti tóninn í upphafi leiks með alvöru vörslu og gerði ekki nein mistök.
Hjörtur Hermannsson 6
Varðist vel en þarf að bæta sig sóknarlega, fínn fyrsti alvöru landsleikur
Ragnar Sigurðsson 6
Gerði ekki nein mistök í leiknum, Ragnar er alvöru landsliðsmaður.
Kári Árnason 6
Það má vel vera að Kári sé að eldast og hafi verið meiddur, en á leikdegi klárar hann sitt
Ari Freyr Skúlason 6
Ari virðist hafa eignað sér stöðuna aftur sem hann hafði misst til Harðar, komst fínt frá sínu í dag.
Aron Einar Gunnarsson 6
Gerði sína hluti sem akkeri liðsins vel í dag.
Birkir Bjarnason 6
Vantar aðeins í leikæfinguna en Birkir nýtist landsliðinu betur á miðri miðjunni en sem kantmaður, þetta er hans staða.
Rúnar Már Sigurjónsson (´81) 5
Gerði sitt besta en vantaði meiri gæði til að nýtast liðinu sóknarlega.
Gylfi Þór Sigurðsson 7
Komu kaflar þar sem Gylfi sýndi snilli sína, vantaði ögn meiri hjálp þá hefði hann átt frábæran leik.
Jóhann Berg Guðmundsson (´55) 7 – Maður leiksins
Besti maður Íslands í dag, skoraði þetta geggjaða marka og það skapaðist hætta þegar hann komst í boltann. Fór út af snemma vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann.
Viðar Örn Kjartansson (´63) 4
Hélt bolta ekki vel og var í vandræðum, ekki hanst styrkleiki að spila alltaf með bakið upp við markið.
Varamenn:
Arnór Ingvi Traustason (´55) 5
Kom inn og gerði ágætis hluti.
Kolbeinn Sigþórsson (´63) 5
Virðist vera að finna gott form, er með meiri snerpu en fyrir áramót. Kolbeinn gæti orðið klár í að byrja landsleiki strax í haust.