Jóhann Berg Guðmundsson var að koma íslenska landsliðinu yfir gegn Albaníu en liðin eigast við á Laugardalsvelli.
Um er að ræða leik í undankeppni EM og þarf íslenska liðið gríðarlega mikið á þremur stigum að halda.
Jói Berg er kannski ekki þekktur fyrir það að skora mörk en mark hans í dag var stórkostlegt.
Vængmaðurinn fór illa með vörn albanska liðsins og kláraði færi sitt vel framhjá markmanni gestanna.
Markið minnir aðeins á mark Ryan Giggs sem hann skoraði fyrir Manchester United í úrslitum enska bikarsins gegn Arsenal á sínum tíma.
Frábært mark sem má sjá hér.