Það eru áhugaverð tíðindi í byrjunarliði Íslands sem mætir Albaníu í undankeppni EM í dag, hvorki Albert Guðmundsson né Arnór Sigurðsson eru í byrjunarliðinu.
Ari Freyr Skúlason og Hjörtur Hermansson eru bakverðir en iðulega hafa Birkir Már Sævarsson og Hörður Björgvin Magnússon.
Það sem vekur meiri athygli er að Birkir er ekki einu sinni í hóp, sömu sögu er að segja af Rúrik Gíslasyni sem kemst ekki í hóp.
Rúnar Már Sigurjónsson byrjar á kantinum í dag en Emil Hallfreðsson er á bekknum.