Það eru áhugaverð tíðindi í byrjunarliði Íslands sem mætir Albaníu í undankeppni EM í dag, hvorki Albert Guðmundsson né Arnór Sigurðsson eru í byrjunarliðinu.
Ari Freyr Skúlason og Hjörtur Hermansson eru bakverðir en iðulega hafa Birkir Már Sævarsson og Hörður Björgvin Magnússon byrjað.
Rúnar Már Sigurjónsson byrjar á kantinum í dag en Emil Hallfreðsson er á bekknum.
Viðar Örn Kjartansson fær svo tækifæri til að leiða sóknarlínu Íslands, í fjarveru Alfreðs Finnbogasonar.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Hjörtur Hermannsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Ari Freyr Skúlason
Aron Einar Gunnarsson
Birkir Bjarnason
Rúnar Már Sigurjónsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Viðar Örn Kjartansson