Lucas Hernandez, leikmaður Bayern Munchen, var hluti af franska landsliðinu sem vann HM í fyrra.
Frakkland spilaði best á mótinu í Rússlandi og vann að lokum Króatiu nokkuð sannfærandi í úrslitum.
Hernandez er að vonum stoltur af þeim árangri og hefur látið búa til keðju þar sem má sjá í heimsmeistarabikarinn.
Keðjan er að sjálfsögðu úr demöntum og aftan á bikarnum má sjá nafn Hernandez.
Það kostaði sitt að láta búa til þessa fallegu keðju en Hernandez borgaði 66 þúsund pund fyrir hana sem gera um 10 milljónir íslenskar krónur.
Myndir af keðjunni má sjá hér.