fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Gunnleifur ræðir opinskátt um fráfall foreldra sinna og bróður sem tók eigið líf

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. júní 2019 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnleifur Gunnleifsson er einn merkilegasti íþróttamaður sem Ísland hefur átt, 44 ára gamall er hann enn í fullu fjöri. Gunnleifur hefur verið einn allra besti markvörður Íslands síðustu tólf ár eða svo.

Hann ræddi feril sinn ítarlega í Harmageddon á X977 í vikunni, Gunnleifur hætti að drekka áfengi fyrir 25 árum. Þegar hann hafði mætt fullur í leik í 3. flokki.

,,Fólk heldur að ég sá alinn upp í HK í fótbolta, það er ekki alveg rétt. Ég er alinn upp í ÍK og þegar ÍK fer á hausinn, fer ég í FH í 3 flokki og þurfti að hætta í fótbolta síðan. Þegar ég mætti drukkinn í úrslitakeppnina þar, hætti í 1-2 ár. Byrjaði svo aftur, hætti að drekka í millitíðinni. Ég hef ekki drukkið í 25 ár,“ sagði Gunnleifur á X977.

,,Ég var að skemmta mér og mætti snemma daginn eftir, það var enn þá í mér. Ég skildi ekkert í þessu, af hverju þeir vildu ekki spila mér.“

Gunnleifur var lengi vel í HK, sumarið 2007 var HK komið í efstu deild en Gunnleifur missti báða foreldra sína það sumarið. Það var áfall en Gunnleifur var magnaður í marki HK, það sumarið.

,,Foreldrar mínir létust þarna, þau voru með krabbamein. Pabbi dó rétt fyrir fyrsta leik, 5 maí. Svo deyr mamma 17 júní, þau voru búin að berjast mis lengi við krabbamein. Ég var 32 ára gamall, ég spilaði allt sumarið. Ég var fínn þetta sumar, það gekk vel.“

,,Áföllin sem ég hef lent í, ég hef misst bróðir minn líka. Ég hef sjálfur verið í kjaftæði, ég hef alltaf unnið vel úr áföllum. Eins og 2007 þegar mamma og pabbi dóu, þá hætti ég að blóta. Bæta sig sem manneskju, það er vanmetið að skoða það.“

,,Ég upplifði tómleika, maður hafði alltaf eitthvað öruggt, maður gat hringt sama hvað var. Það var farið, maður upplifði sig svolítið einn.

Bróðir Gunnleifs féll frá árið 2014. ,,Hann tók sitt eigið líf, allir karlmennirnir i fjölskyldunni hafa barist við alkahólisma. Afleiðing af því.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó